Skoða

Pítsasnúðar

IMG_1792

Það er yndislegt að geta gert sína eigin pítsasnúða.  Hér er góð uppskrift sem hentar vel í pítsasnúðagerð.

Uppskrift: 

625 ml vatn

21 g ger

1 msk sykur

3 msk olía

25 g salt

1 kg hveiti

Fylling 

Pítsasósa

Skinka

Paprika

Ostur

Aðferð 

1. Ger sett út í volgt vatn

2. Sykur, olía og salt sett saman við.

3. Hveitinu bætt smátt og smátt saman við.

4. Deigið er hnoðað vel og síðan látið hefa sig í 1 klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldað sig.

5. Deigið er flatt út, pítsusósu smurt yfir ásamt skinku, papriku og osti.

6. Deiginu rúllað upp og litlar rúllur skornar.

7. Rúllurnar eru sett á bökunarpappír, látnar standa í 10 mínútur og síðan eru snúðarnir bakaðir við 180 gráða hita í 10 -12 mínútur.

Related Posts