Þessi marengsterta fannst mér koma mjög vel út. Sérstaklega fannst mér gott að finna bragðið af daiminu í botninum – annars verð ég nú að viðurkenna að það er sjaldan sem mér líkar ekki við marengstertur, eitt af mínu uppáhaldi.
Uppskrift:
6 stk egg
300 g sykur
75 g (1 1/2 poki) Daimkúlur – fínmuldar
1/2 tsk lyftiduft
Aðferð:
Eggjahvítan stífþeytt, sykri bætt útí smátt og smátt. Þetta er þeytt vel saman þar til blandan er orðin stíf. Lyftiduft og daimkurli er blandað varlega saman við. Tveir hringir teiknaðir á bökunarpappír, blandan sett á hringina. bakað við 130 gráður í ca. 1 1/2 klukkutíma. Mjög gott að leyfa botnunum að kólna í ofninum.
Fylling:
1/2 líter þeyttur rjómi
Rjómasúkkulaði með daim eða hreint rjómasúkkulaði
Jarðarber
Bláber
25 g Daimmulningur – fínmulinn
Aðferð:
Brytjuðu súkkulaði, jarðarberjum og bláberjum er hrært varlega saman við rjómann. Rjóminn er síðan sett yfir marengsbotninn, daimmulningnum sáldrað yfir rjómann og efri marengsbotninn settir að lokum ofan á. Skreytt að vild.