Það er alltaf gaman að breyta útaf vananum og gera öðruvísi tertur. Ef hugsunin er að baka fyrir fótboltaunnandann er tilvalið að gera þessa flottu tertu.
Blönduðum ávöxtum er hellt yfir neðri svampbotninn. Rjómafyllingin er smurð yfir og súkkulaðirjómanum yfir hana. Efri svampbotninn er sett á og þunnu lagi af rjóma er smurt yfir alla tertuna. Hvítur sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Fótboltamynstur er búið til úr svörtum sykurmassa. Mjög gott að teikna upp mótið á pappa og skera mynstrið með sykurmassaskera. Kemur mjög vel út að pikka fótboltamynstur með sykurmassapikkaranum. Sykurmassalengjan meðfram kökunni er búinn til úr tveimur sykurmassalengjum úr hvítum og svörtum sykurmassa. Sykurmassabyssan kemur að góðum notum þegar búa á til jafnar lengjur.
Hvar finn ég uppskrift af jarðaberja rjómafyllingu?