Dásmaleg marengsterta sem somar ser vel á veisluborðinu.
Marengsterta með eplum og marsbitum
Uppskrift:
600 g sykur – hitaður í 7 mínútur við 200 C hita
300 g eggjahvítur
1 tsk cream of tartar
1 tsk vanillugel – fæst í t.d. Hagkaup (má sleppa)
Gelmatarlitir – eftir smekk
Fylling:
½ l rjómi þeyttur
2 stk epli
2 stk marssúkkulaði
Skreyting:
Súkkulaðiegg – mulin
Aðferð:
- Hitið sykurinn í ofni við 180C gráða hita (blástur) í 7 mínútur
- Þeytið eggjahvíturnar, fyrst með miðlungsstillingu, síðan að auka hraðan jafnt og þétt.
- Setjið cream oft tartar saman við og haldið áfram að þeyta til ril 30 sek eru þangað til sykurinn er tilbúinn., þá er stillt á hröðustu stillinguna.
- Setjið sykurinn saman við, 1 og 1 matskeið í einu.
- Vanillugelið er sett varlega saman við.
- Skiptið deiginu í tvær skálar og litið marengsinn með matargellit.
- Sprautið marengsnum með sprautupoka og eftirfarandi stútum: !M, !E, Franskur stútur.
- Myljið súkkulaðiegg yfir og bakið botnana við 130C gráða hita (blástur) í 1 ½ klst
- Þegar botnanir eru tilbúnir er fyllinging gerð klár. Þeytið rjómann, skerið eplin í smá bita ásamt marsinu og blandið saman við rjómann.
- Setjið rjómafyllinguna ofan á neðri botninn og síðan seinni botninn ofan á.
Endilega fylgist með mér á Instagram: https://www.instagram.com/mommur/