Ómótstæðilega góð og öðruvísi brownies með bræddum sykurpúðum!
Þessi kaka er hættulega góð (að mér finnst) og borgar sig að vera með fullt af fólki í kringum sig ef maður ætlar ekki að borða hana alla sjálfur.
Uppskrift:
185 g smjör
100 g dökk súkkuklaði
100 g ljóst súkkulaði
85 g Kornax hveiti
40 g kakó
50 g hvítt súkkulaði
50 g mjólkursúkkulaði
3 stór egg
275 g DanSukker púðursykur
Sykurpúðabráð (gerð meðan kakan er að bakast):
25 stk sykurpúðar
1/2 bolli DanSukker sykur
1/4 bolli mjólk
200 g súkkulaði
Aðferð:
Smjör, dökkir og ljósir súkkulaðibitar bræddir yfir vatnsbaði og látið kólna. Egg og púðursykur þeytt vel saman og bætt út í súkkulaðiblönduna. Bætið varlega við hveiti og kakói. Hvítum súkkulaðibitum og mjólkusúkkulaðibitum er blandað saman við. Hellið í mót ca. 28 cm form í 30 mínútur við 160° C.
Þegar kakan er bökuð eru 10 sykurpúðar settir ofan á heita kökuna og hún bökuð áfram í 5 mínútur. Dreifið úr bræddu sykurpúðunum þegar kakan er tekin úr ofninum. Sykurpúðabráðin er búin til á meðan. Sykur og mjólk sett í pott og látið sjóða í 1 mín. takið blönduna af hellunni og bætið við sykurpúðum og súkkulaði. Hrærið þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað. Blöndunni er hellt yfir brownieskökuna. Leyfið kökunni að kólna. Mjög gott að bera fram með þeyttum rjóma.
Sælar
Hvar finnur maður uppskriftina af þessum girnilegu brownies ??
Á ekkert að setja inn uppkrift af þessu?
fara sykurpúðarnir inní ofninn eða eftir að kakan kemur út? 🙂
Hæhæ, hvar finnur madur uppskrift af tessu..? 🙂 girnileg kaka.. 🙂
hvað er sett þarna ofan á sykurpúðana? hvernig krem?
er þetta ekki bara venjulegar brownies með sykurpúðum oná
a kakan ad vera blaut i ser thad var hun hja mer , samt var bokunartiminn full nyttur
kv ingunn
Kakan á ekki að vera alveg hörð en ekki of lin. Oft harðnar kakan þegar hún kólnar. Ofnarnir eru jafn misjafnir og við fólkið og því getur bökunartíminn verið misjafn eftir þeim.
Þessa ætla ég að prófa við fyrsta rækifæri 😉