Skoða

Emoji þema

Emojiþema

Það var mikill spenningur þegar kom að 10 ára afmæli sonar míns. Hann var með ákveðnar hugmyndir um þemað sem hann vildi hafa. “Emojiþema er málið” sagði hann.  Kökur sem litu út eins og Emojiandlit voru skreyttar ásamt litlum sætum bollakökum, kökupinnum, Rice krispies  og brauðmeti.

Afmælið var haldið í íþróttahúsi, 35 krakkar mættu og stóð það  yfir í um 1 1/2 klst en það var heppilegur tími fyrir þennan fjölda og aldurinn.

Ég verð nú að segja að það var sérlega gaman að vinna þemað þar sem andlitin voru flest svo brosmild.  Það var mörgum börnum boðið og því var ákveðið að bjóða upp á 4 gerðir af andlitum. Þessar kökur vöktu mikla kátinu hjá krökkunum.

Það sem mér fannst líka gott var að það tók ekki langan tíma að búa til hverja og eina köku.  Gott að hafa andlitin/svipbrigðin á hreinu og vinna út frá því.

Bollakökurnar voru smurðar með örlitlu kremi, þaktar sykurmassa sem síðan voru skreyttar með því að teikna andlit með matartússlitum.

Kökupinnarnir eru gerðir úr Betty Crocker vanillukökumixi og Betty Crocker vanillukremi. Þaktar rauðu súkkulaði.

Það er nú ekki annað hægt en að brosa þegar horft er á myndirnar.  

Emojikaka

Kökurnar eru smurðar með smjörkremi og skreyttar með sykurmassa.

Emojikaka

Emojikaka

Emojikaka

Þessar krúttilínur – litlar Emoji bollakökur slóu rækilega í gegn og fannst krökkunum gaman að velja sér andlit sem hentaði.

Kökurnar eru skreyttar með sérstökum matartússlit.

fullsizeoutput_10e30

Þetta eru nú meiri krúttin

EMOJIbollakökur

Kökupinnahjörtu féllu vel inn í þemað og ljúfar í munn. Frábært að nota kökumix til að gera kökuna sem mulin er í kökupinnana.

fullsizeoutput_10e3a

Brúnir og sætir, búnir til úr Rice Krispies og skreyttir með hvítu súkkulaði og brúnu Betty Crocker súkkulaðikremi.  Þeir voru svo vinsælir að þeir hurfu af kökudisknum um leið og búið var að fylla á.  Nammi, namm svo voru þeir svo bragðgóðir.

fullsizeoutput_10e33

Rice Kripspies kökur

  • Prep Time: 10m
  • Cook Time: 20m
  • Total Time: 30m
  • Serves: 25
  • Yield: 25 möffinskökur

Ingredients

  • 240 g súkkulaði
  • 230 g síróp
  • 75 g smjör
  • 140 g Rice Krispies

Uppskrift fyrir ca. 25 möffinskökur

    Instructions

    1. Súkkuaði, smjör og síróp er brætt saman í potti. Rice Krispies er blandað saman við.

    Aðferð

    1. Blandan er sett í möffinsmót eða mótuð og leyfð að kólna.

    Það er ómissandi að hafa brauðmeti þegar kemur að barnaafmælinum. Þannig fá allir eitthvað við sitt hæfi. Ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir vilji borða sætindi.

    Þetta eru í raun litlar samlokur. Smurðar með smjöri, skinku og osti.  Til að fá hjarta eða hringjamunstur er kökumót notað til að skera brauðið út.

    fullsizeoutput_10e32

    fullsizeoutput_10e36

    Emojiþema

    Glaðlegt og skemmtileg þema sem krakkarnir líkuðu vel við.

     

    Related Posts