Skoða

Fiðluterta

Eftir miklar fiðlupælingar varð þessi fallega fiðluterta til.  Fyrirmynd kökunnar var fiðla og reyndum við að hafa hlutföllinn nákvæmlega eins og á venjulegri fiðlu.

Liturinn á fiðlunni var ákvarðaður út frá þemanu í veislunni. Okkur fannst hvít fiðla koma ótrúlega vel út á veisluborðinu.

Fiðla er teiknuð upp á smjörpappír, formið klippt út og súkkulaðikökubotn skorinn eftir því. Ofnskúffustærð af súkkulaðikökubotni er notuð og hún skorin í þrennt og smjörkrem sett á milli.

Hvítur sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna og snyrt meðfram brúnum. Kemur sér vel að eiga góða sykurmassamottu eins og THE MAT

Alltaf gaman að gera smáhluti á kökurnar en oftar en ekki taka þær lengstan tímann.  Til að fá fullkomið lag er nauðsynlegt að bæta tylosedufti eða gum tragiacanth í sykurmassann.  Þá er notuð ca. 1 – 2 tsk í 1/2 kg af sykurmassa. Með þessari aðferð harðnar sykurmassi fyrr.

Hægt að nota ýmislegt til að gera hlutina ávala. Hér er til dæmis notuð grind frá IKEA.

Fiðlan er sett saman með sykurmassalími og nauðsynlegt að stinga tannstönglum í kökuna til að hlutirnir haldist betur.

Til að fá fallegra lag á fiðluna er sykurmassalengjur búnar til og settar meðfram brúnum kökunnar, báðu megin. Sykurmassalím notað til að festa þær á.

Ótrúlega mikið sem perlusprey eða perlumálning gerir fyrir útlit kökunnar. Mæli hiklaust með því.

Það tók sinn tíma að finna út hvernig þetta stykki er gert en að lokum tókst það og heppnaðist líka svona vel.

Veit ekkert skemmtilegra en að búa til fígúrur. Notaði tilbúinn húðlitaðan fígúrsykurmassa í þessa. Matartússpennar eru notaðir til að teikna á andlitið. Perluduft er sett yfir föt fígúrunnar. Hárið er gert með því að rúlla brúnum sykurmassalengjum og skera niður. Krullur eru gerðar með því að taka lengjurnar og vefja upp á tannstöngul.

Það tók sinn tíma að finna út rétta litinn. Þessi litur er fenginn með því að blanda blárri perlumálningu og blágrænum gel matarlit.

Fiðrildi eru alltaf jafn falleg sem skreyt á borðum, bökkum og kökunni sjálfri. Þessi fiðrildi eru búin til með þessum fiðrildamótumMáluð með perlumálningu og Sky blue glimmeri.  Til að fá fallegt lag á fiðrildin er notuð eggjabakkadýna, eitthvað sem allir kökuskreytar ættu að eiga.

Þá er það samsetningin, hlutirnir límdir á með sykurmassalími og tannstönglum.

Strengirnir eru búnir til með sykurmassa sem er flattur út og skorinn jafnt í fjórar lengjur.

Sky blue glimmerduftið kemur einstaklega vel út á munstrinu en munstrið er skorið út með sykurmassahnífi.

Erum miklir aðdáendur rósa, svo fallegt! Þessi er búin til með rósamóti og perlumálning og glimmer sett á jaðar blaðanna.

Tertan komin á veisluborðið

Sumum finnst synd að skera fallega köku en það kemur víst alltaf að því.

Nú er bara að bragða sér á tertunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5 comments
  1. Þetta er örugglega sú flottasta sykurmassakaka sem ég hef séð 🙂 Váááá

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts