Skoða

Mini cake

Yndislegar svona litlar kökur, eitthvað svo fágaðar og flottar!

Í dag er vinsælt að bera fram litlar kökur eða mini cakes, eins og þær kallast erlendis, í fínum veislum.  Þær eru  sérstaklega vinsælar í brúðkaupum en það kemur  vel út að hver og einn gestur fái sína köku.

Súkkulaðisbotn og vanillubotn með jarðarberjasultu og kremi á milli getur ekki klikkað. Þessar verður þú að prófa!

Botnarnir og kremið tilbúð og þá er ekki seinna vænna en að byrja að skreyta.

Mér finnst Swirl munsturmottan alltaf koma svo vel út en ég notaði hana einmitt til að gera munstur á massann.

Þessi perlumálning er svo sannarlega að gera sig og hægt að nota á svo margan máta.

Sílikonmótaborðarnir eru algjör snilld, fást í mörgum stærðum og gerðum.

Voðalega hrifin af blómaskrauti, valdi fallegt blóm úr þessu frábæra sílikonmóti. 

Gult stardust glimmer í miðjuna og blómið er fullkomnað.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts