Skoða

Hrekkjavökupartý

Það var mikið fjör þegar ég bauð  Sjöunda bekknum sem ég kenni í Hrekkjavökupartý .

22 hressir krakkar mættu í veisluna og var mikið líf og fjör.

Þegar halda á Hrekkjavökupartý er nauðsynlegt að skapa réttu stemninguna. Skreyta rýmið sem veislan er haldin, hafa dimmt og draugalega tónlist í bakgrunn.

Boðið var upp á ýmsar veitingar sem allar minntu okkur á hrekkjavökuna.  Krakkarnir mættu í búningum en það sett sinn svip á veisluna.

Ef þig vantar borðbúnað, kökuskraut, matarliti og muffinsform  sem minnir á hrekkjavökuna þá fæst hann í vefverslun.mommur.is

Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli.

Bjó til klaka með því að setja eplablöndu í handamót og frysti.  Einnig hægt að setja blöndu í hanska og frysta. Drykkurinn er vatn/gos og safi.

Kirkjugarður er ómissandi. Þessi hugmynd er skreytt með Beinagrind og legsteinum sem eru keyptir og ekki til átu.  Beinin eru kökuskraut sem fæst hér sem og nammiormum.  Augun í leiðunum eru búin til úr sixlet kúlum og svartir augasteinar litaðir með matartússpenna.

Vanpírur með draugasnakkið, skálin var keypt erlendis og er í einkasafni mömmur.is.  Gaman að hafa snakk sem minnir á einhvern hátt á eitthvað skelfilegt.

Þessir ungu sveinar halda á ógeðisnammi, súrum ormum og beinagrindabrjóstsykrum.

Dorítos undir hauskúpu, hvað er skelfilegra en það 🙂

Ógurlegir draugar létu sig ekki vanta í veisluna.

Brauðteningar hitta alltaf í mark.  Þeir voru skornir út í þríhyrninga til tilbreytingar.

Grasker sóma sér alltaf vel í Hrekkjavökuveislum. Þarna er búið að búa til grasker úr kókóstertu, nammi, namm svo góð!

Bollakökur í stíl við þemað, skreyttar með hrekkjavökuskrauti. Formin eru fjólublá.

Allt í kóngulóavef og hræðilegum styttum. Ýmsar búðir sem selja hrekkjavökuskraut ég fór til dæmis í Mega store í Smáralindinni og fann ýmislegt þar.

Beinagrinda Rice Krispies. Auðvelt, fljótlegt og voða gott. Að sjálfsögðu var Nóa Síríus hvítt súkkulaði notað.

Frýnilegir þessir ungu drengir. Stóru saltstangirnar nota ég oftar en ekki til að búa til nornafingur.

 

8 comments
  1. Æðislegt hjá þér Hjördís!
    Stelpan mín skemmti sér alveg ótrúlega vel :))
    Takk fyrir hana!
    Kveðja
    Hafdís (Anna Lilja)

  2. Ekkert smá flott !! Þau heppin að hafa svona æðislegan kennara 😉

  3. Það er ekkert smá sem þú hefur lagt í þetta Hjördís mín. Virkilega flott og Almar var mjög ánægður með þetta. Takk fyrir drenginn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts