Skoða

Sykurmassanámskeið í Hagkaup

 Sykurmassakennslan hafin í Hagkaupum.  Það er fátt skemmtilegra fyrir kökuskreytingarkonu eins og mig  að kenna öðrum snilldina við sykurmassann.

Er yfir mig hrifin af skráningunni á sykurmassanámskeiðin sem ég held í Hagkaup.  Námskeiðin  sem auglýst hafa verið eru nú í óða önn að verða fullbókuð. Nokkur sæti laus á nokkrar dagsetningar.  Ég hvet þá sem hafa mikinn áhuga á að mæta að skrá sig á skoli@hagkaup.is  og tryggja sér sæti.

Í síðustu viku hófst fyrsta sykurmassanámskeiðið sem við höldum í Hagkaup.  Næstu vikur verða spennandi þar sem fleiri námskeið eru á dagskránni.  Alltaf svo gaman að hitta, kenna og spjalla við fólk sem hefur áhuga á kökugerð og skreytingum.

Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta námskeiðinu.

Aðstaðan er rúmgóð og snyrtileg, nægilegt pláss fyrir alla. Finnst það skipta miklu máli.

Hver og einn fær sína þau áhöld sem þarf að nota, köku, krem og hráefni sem fer í sykurmassann.

Alltaf svo gaman að sjá hvað fólk er ánægt fá tækifæri til að prófa ný áhöld, skera, hráefni og allt það skraut sem hægt er að nota.

Yndislegt að hitta allt það frábæra og skemmtilega fólk sem kemur á námskeiðin og gerir hvert námskeið sérstakt.  Þetta á jú bara að vera skemmtilegt er það ekki?

Kakan undirbúin áður en sykurmassinn er settur yfir.

Þá er komið að sykurmassagerðinni.

Skreytingarnar heila alltaf og svo ekki sé talað um stemninguna sem myndast þegar allir fara að skreyta sína köku. Alveg sérstök upplifun.

Mikið að gera…

Stoltið skín úr hverju andliti við brottför. Svo gaman að geta farið heim með skreytta köku.

4 comments
 1. Ég var að reyna senda póst á emailið sem er gefið upp en það virkaði ekki.

  Delivery to the following recipient failed permanently:

  skoli@mommur.is

  Technical details of permanent failure:
  Google tried to deliver your message, but it was rejected by the recipient domain. We recommend contacting the other email provider for further information about the cause of this error.

  Þessi texti kemur til baka. Er eitthvað annað email sem hægt er að senda á varðandi fleiri upplýsingar og skráningu? 🙂

 2. Þetta var æðislegt námskeið 🙂
  Enn og aftur takk æðislega fyrir mig 😉
  Vona að ég geti komið á fleiri námskeið hjá ykkur 😀
  kv. Sigga

 3. Lítur rosalega vel út 🙂 Ætla að reyna að finna dagsetningu sem hentar og skrá mig!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts