Skoða

Svarthöfðakaka

Hún er heillandi þessi flotta 3D Svarthöfðakaka.

Ég á 7 ára strák sem elskar Star Wars. Hann fékk að velja sér hvernig kaka yrði borin fram í afmælinu hans. Svarthöfði varð fyrri valinu og er þetta útkoman.

Kakan er skorin út úr 2 ofnskúffustærðum af súkkulaðibotnum. Svarthöfði er teiknaður upp á smjörpappír og útlínurnar skornar út á slétta kökuna.  Til að gera kökuna raunverulegri þarf að búta niður köku og setja hér og þar á andlitið til að móta skorur og holur.  Smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna þegar búið er að móta hana. Það er nauðsynlegt að hafa mynd af Svarthöfða fyrir framan sig þegar verið er að gera kökuna. Við áttum Svarthöfðagrímu og notuðum hana til hliðsjónar.

Kakan er þakin með hvítum sykurmassa sem síðan er spreyjaður með svörtu satínspreyi, það kom rosalega vel út og lítil fyrirhöfn að lita kökuna svarta. MUnstrið hjá munninum er búið til með tígla munsturskera. Augun eru mótuð sér og spreyjuð með silfurlituðu spreyi,  það er einnig hægt að nota silfurdufti.

38 comments
  1. þetta er alveg frábær kaka og sniðugt að nota svona sprey, hefur alltaf langað að prófa þau en er ekki búin að því ennþá. þið eruð algeriri snillingar.

  2. Líst mjög vel á þessa köku.. Ef maður vissi ekki betur gæti maður haldið að þetta væri bara svarthöfða gríma. Mjög raunveruleg.. Glæsileg kaka

  3. Vá rosalega flott kaka, nú veit ég hvað bíður mín í desember (sonur minn er algjör starwas gaur ,verður 8 ára í des)

  4. Þetta er svakalega flott kaka. Finnst spreyið koma skemmtilega út. Mig dauð langar að prófa svona sprey hef ekki prófað það ennþá.

  5. Þessi kaka er frábær, ef ég ætti heima á íslandi myndi ég klárlega gera hana fyrir uppáhaldskrútt frænda minn sem verður 7 ára núna en ágúst 😛
    Kannski að ég prófi hana bara næst þegar ég fer til íslands og þá væri fínt að eiga svart sprey 😀

  6. Þetta sprey er greinilega snilld! Hef 1x gert svarta köku og það tók þvílíkt langan tíma að ná fondantinum almennilega svörtum.

  7. Vá hvað þetta kemur glansandi og flott út! Hef einmitt ekki náð svarta litnum svona vel. Væri gaman að prófa og fuuuullt af starwars aðdáendum í minni fjölskyldu

  8. Snilldar kaka 🙂 Frábært að nota svona sprey, getur leyst úr mörgum pirringnum þegar þarf að lita fondant svartan 😉

  9. já sæll maaaður…… 🙂 ótrúlega flott kaka og lýst vel á þessi sprey!!

  10. Vá! Þetta er gordjöss! 🙂 Á einn Star wars fan sem á sér ekkert heitara en Star wars afmæli!
    Æðislegt og flott hjá ykkur! Magnað þetta sprey! 🙂

  11. Æðisleg kaka. Sonur minn verður 4 ára 3.sept og væri sko til í eina svona

  12. Vááááá hvað þesssi er flott 😉 Strákarnir mínir eru pottþétt til í eina svona þegar þeir eiga afmæli!

  13. töff kaka! alltaf gaman að leika sér að gera allskonar svona fígúru kökur:D

  14. Vá, þú ert algjör SNILLINGUR. Þetta er ekkert smá flott og ég efast ekki um að afmælisstrákurinn (og heppnu gestirnir) hafi verið ánægð með gripinn! Svo er ekki verra að hún smakkist vel…

  15. Svarthöfði flottur, efast ekki um að hún hafi heillað bæði afmælisbarn og gesti upp úr skónum. PME litaspeyin koma vel út á kökum og sýnikennslan snilld.

  16. Þetta er mjög flott kaka 🙂 svarta spreyið kemur mjög vel út… ég hef einmitt ekki náð sykurmassanum svona almennilega svörtum þannig að ég myndi þiggja svona sprey 🙂

  17. Þetta er aldeilis flott kaka.. skemmtileg strákakaka sem kemur skemmtilega á óvart og fær pottþétt strákana til að brosa 🙂
    Snilld að nota svona sprey svo ég segi að þetta sé bara snilldin ein :Þ

  18. Nett svona grafití fílingur yfir þessu með spreyið hehe 😉 En snilld engu að síður 🙂

  19. Rosa sniðugt að nota svona sprey:) Eitthvað sem maður verður að prófa

  20. Æðisleg kaka og alltaf gaman að sjá svona skref fyrir skref, aldrei séð svona sprey áður en það er greinilega eitthvað sem maður verður að prófa

  21. Geðveik kaka !!!, fyrst hélt ég að þetta væri gríma, en þið eru sko SNILLINGAR í þessu ;)) ég væri sko til í að prófa svona sprey, sínist þetta vera algjör snilld 🙂 bkv Rakel

  22. VÁ!!! segi nú bara ekki annað, það væri gaman að prufa svona spey einhvern daginn 😉

  23. Hrikalega flott kaka. Ég vildi alveg að ég gæti gert svona flotta köku handa gaurunum mínum, þeim leist svakalega vel á hana 🙂

  24. váááááá vikrar soooooooooooooooo einfalt… ;D GEÐVEIK KAKA , minn gaur myndi tapa sér ef hann fengi svona köku,.. jesús minn pétur hvað ég yrði kosin sú allra besta þetta árið… hehhehe

  25. Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafi þessa leiks heitir Hjördís Jóna Bóasdóttir og vinnur hún svart sprey. Nú þarft þú Hjördís að hafa samband við okkur á netfangið: mommur@mommur.is og senda okkur nánari upplýsingar.

  26. Þessi finnst mér frábær. Æðislega flott kaka og mjög vel gerð 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts