Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að veislunni og er það undir hverjum og einum komið hvað hann/hún vill leggja mikið upp úr veislunni.
Margir vilja skipuleggja fermingarveisluna langt fram í tímann meðan aðrir spila þetta eftir hendinni. Sjálfri finnst mér gott að búa til ákveðinn ramma utan um veisluhöldin og fylgja síðan flæðinu. Stundum koma góðar hugmyndir upp og þá beygir maður útaf planinu meðan sumt er fastmótað.
Hér er gátlisti sem ég fór eftir þegar sonur minn fermdist
Fyrstu skrefin (gott að skipuleggja vel fram í tímann)
- Fermingarfræðslan – Barnið þarf að vera skrá í fermingarfræðsluna Kostaði í minni sókn um 19.000 kr. Misjanft eftir prestum og sóknum hvernig þessu er háttað.
- Hvar er veislan haldin:
- Salur – panta tímalega ca. 1 ári áður.
- Heima – skipuleggja hvernig hægt er að koma fólkinu fyrir í sætum og annað.
- Veitingar:
- Aðkeyptar: Panta þjónustuna tímalega.
- Fá kokk til að sjá um veisluna.
- Panta Matarvagn t.d. mjög vinsælt að panta Fabrikkuvagninn.
- Heimagerðar – Skipuleggja hvað á að vera með og kaupa það sem vantar.
- Hugmyndir að veislu: Listinn er ekki tæmandi og möguleikarnir endalausir.
- Kökuhlaðborð
- Kjötveisla
- Smáréttir
- Súpa
- Sushi
- Hamborgaraveisla
- Myndataka: Margir fara í myndatöku fyrir fermingardaginn, nota þá gjarnan prufugreiðsludaginn (stelpur) og láta taka myndir sem hægt er að nota í boðskortið og ferminguna sjálfa.
- Ég tók sjálf mynd af mínum syni og notaði þær myndir í boðskortið og í rammi hjá fermingarkertinu í veislunni. Hann fer síðan í fermingarmyndatöku eftir ferminguna.
Fyrir kirkjuna:
- Kirtill – Leigður hjá kirkjunni. Í minni sókn kostaði leigan um 2000 kr
- Sálmabók – hægt að láta áletra en ekki nauðsynlegt
- Hvítir blúnduhanskar – stelpurnar nota stundum hvíta blúnduhanska
- Fermingarföt og skór – huga líka að foreldrum og systkinum.
- Hárgreiðsla – sérstaklega hjá stelpunum. En við fjölskyldan fórum auðvitað öll í klippingu og voru vel snyrt fyrir sjálfan fermingardaginn. Strákurinn minn greiddi sér sjálfur.
Veislan:
- Veitingar: Hafa allt klárt – Gott að vera skipulagður ef ætlunin er að gera allt sjálfur. Það er vel hægt að frysta kökur, brauð og annað sem á að nota. Smárétti er oft gott að gera rétt áður.
- Drykkir –
- Allur gangur á hvernig drykkir eru í boði. Sumir eru með 2 l flöskur af gosi en aðrir dósir eða í gleri. Einnig vinsælt að ver með drykkjakrúsir sem hægt er að tappa af drykknum. Ekki gleyma yngri kynslóðinni en þá eru ýmsir svaladrykkir vinsælir.
- Drykkjarbali hefur verið vinsæll síðustu árin. Hægt að fá t.d. í Rúmfatalagernum. Þá er klaki settur í balann þannig að gosið haldist kalt.
- Kaffi – passa að hafa nógu stórar kaffikönnur til að geta fyllt á minni könnur.
- Skreytingar:
- Kaupa skraut og gera tilbúið – hver og einn ákveður hvað mikið er í lagt hvað þetta varðar.
- Dúkar – hægt að fá á ýmsum stöðum, bæði pappa og úr efni. Margir leigja líka dúka.
- Kerti á borðin
- Skraut á borðið – Í Vínberinu eru til skemmtileg súkkulaðiskraut með ýmsum litum. Einnig fékk ég þar golf, körfu- og fótbolta úr súkkulaði. Kom vel út.
- Servíettur – áletraðar eða ekki. Strákurinn minn vildi ekki hafa áletraðar svo ég keypti mínar servíettur með fallegu munstir. Þær fengust í Epal.
- Fermingarkerti – Hægt að kaupa hvaða kerti sem er, einnig til sérstök fermingarkerti. Hægt að láta skrautskrifa á kertin eða prenta. Ég lét yndislega konu skrautskrifa okkar kerti. Hún heitir Jenný Magnúsdóttir en hún hefur skrautskrifað í tugi ára.
- Myndasýning/myndabók/myndaveggur.
- Taka til persónulega hluti sem tengjast barninu og getur verið skemmtilegt að sýna gestum, t.d. fyrstu skór, íþróttatreyjur, hljóðfæri, boltar o.s.frv.
- Gestabók – sumir láta skrautskrifa á gestabókina.
- Myndarammi með mynd til að hafa hjá gestabókinni.
- Stafaborðar eru vinsælir og fást á ýmsum stöðum s.s. Partýbúðinni, Tiger, soster and Grene.
- Tréstafir – eru oft notaðir til að mynda orðin: Kort – Ferming – nafn fermingarbarnsins.