Bollakökur – Lokaður stjörnustútur

Stórir stútar eru leyndarmálið  að fallega skreyttum bollakökum.

Lokaður stjörnustútur eins og 2 D frá wilton  kemur mjög vel út, bæði hægt að gera fallega rós með kreminu og einnig fallegan kremturn. Einnota eða fjölnota pokar henta vel með þessum stút ásamt stórum stjörnustútahaldara.

Mér finnst rósarmunstrið á bollakökum alltaf jafn smart og gaman að leika sér að gera lítil sykurmassablóm á endan á rósinni.  Æðislegt í fínar veislur.

Rákirnar í turninum verða breiðar og fallegar og rósin kemur einstaklega fallega út með þessum stút, 2D frá Wilton og 1M frá Wilton kemur svipað út.

 

 

 

 

 

5 comments
  1. hæ,hæ ég heiti guðbjörg og er að laeita að hvar ég gæti keft svona stút???

  2. Notaði þennan stút þegar ég gerði rósir á bollakökur í brúðkaupi dóttur minnar. Stráði síðan glimmer yfir það kom alveg guðdómlega fallega út.
    Ég nota eingöngu vörur frá Wilton.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts