Fljótlegir brauðteningar
400 g hveiti
70 g byggflögur
2 tsk lyftiduft
30 g sykur ( Xylo Sweet) eða hefðbundinn sykur
1 tsk salt
3 dl súrmjólk eða mjólk
1 dl olía
1 1/2 tsk vanilludropar
Sesamfræ
Aðferð: Allt sett í skál og hrært vel saman. Smá hveiti sett borð og þetta hnoðað þar til það er slétt. Sett á bökunarpappír og flatt út c.a 2 cm þykkt. Sesamfræ sett yfir. Skorið með pizzuskera í teninga. Bakað við 200°C í c.a. 10 – 12 mín. Má setja inní kaldan ofn og þá er tíminn örlítið lengri. Teningarnir skornir í sundur og smurt með smjöri, osti eða einhverju góðu áleggi.