Skoða

Mandarínukaka með pekanhnetum

Mandarínukaka með Pekanhnetum

250 gr sykur

250 gr smjör linað við stofuhita

2 stk egg

270 gr hveiti

2 tsk lyftiduft

salt á hnífsoddi

1 lítil dós niðursoðnar mandarínur

1/3 bolli mandarínusafi

50 – 70 gr Pekanhnetur

 

Aðferð:

1) Sykur og smjör hrært vel saman.

2) Eggin sett út í og hrært vel saman.

3) Hveiti, lyftiduft, salt, mandarínur  sem eru teknar beint úr dósinni og skornar í smærri bita og safi settur saman við og blandað vel saman.

4) Deigið er sett í mót (20 X 30 cm) og pekanhneturnar eru muldar yfir deigið. Bakað við 170°C í 35 -40 mín.

5) Borið fram heitt eða kalt með rjóma eða ís.

Related Posts