Skoða

Kjúklingaspjót

kjúklingaspjót

Það má segja að ég sé komin í sannkallað sumarstuð.

Þessi uppskrift er flott á grillið eða í ofninn. Hentar vel á veisluborðinu með kaldri hvítlaukssósu.

Uppskrift: 

4 Kjúklingabringur – skornar í strimla

Marenering: 
2 dl olía
4 -5 hvítlauksrif – skorin smátt
2 tsk sítrónusafi
1 msk hunang
1 msk hunangs dijon sinnep
1-2 msk balsamik edik
1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda
Salt
Pipar

Aðferð: 
Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla, c.a. 4-5 strimlar úr hverri bringu. Hráefnin í mareneringuna sett saman í skál og hrærð vel saman. Kjúklingastrimlarnir settir í mareneringalöginn og látnir vera þar í 4 klukkustundir (best ef hægt er að hafa þá yfir nótt). Grillpinnar eru látnir liggja í bleyti í smá tíma en það kemur í veg fyrir að þeir brenni. Grillpinnunum er stungið í hvern bita. Grillað í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til kjötið er steikt í gegn eða eldað í ofninum.  Borið fram með kaldri hvítlaukssósu.

Það er vel hægt að elda strimlana strax en það er líka mjög gott að láta kjúklinginn liggja í þessum lög yfir nóttina en kemur einnig mjög vel út að hella þessu yfir og geyma í ca. 1 klst, fer allt eftir því hvað þú hefur mikinn tíma.

IMG_6741

Það er algjört æði að nota Argentínu Hvítlaukssósu hún klikkar ekki.  Nammi, namm.

Kjúklingaspjót

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts