Skoða

Arnar Grant og Ivar Guðmundsson

Það er ekki laust við að það hafi verið fjör þegar félagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson spreyttu sig á kökuskreytingum í þætti Tobbu Marinós í síðustu viku. Það var hún Lilja Katrín sem sá um innslagið.

Félagarnir fóru á  kostum við að skreytingarnar og  sýndu þeir og sönnuðu að þeim er ýmislegt til lista lagt.

Það var skemmtileg upplifun að taka þátt í þessu verkefni með þeim en það var eins og þeir hefðu ekki gert annað um ævina.

Þeir skreyttu hvor sína kökuna og ekki stóð á hugmyndafluginu en kökurnar tókust með eindæmum vel.

Þeir notuðust báðir við munsturmottur en eftir þáttinn stoppaði ekki síminn hjá mömmunum en allir vildu fá munsturmottu eins og Arnar Grant og Ívar Guðmunds notuðu.

Arnar notaði mottu með paisley munstri og Ívar notaði mottu með Swirl munstir. Munstrin úr þessum mottum koma virkilega vel út.

Til að gefa kökunum fallega áferð notuðu þeir sykurmassaspreyin vinsælu en þeir völdu sér sinn hvorn litinn, hvítur og blár.

Kökurnar voru skreyttar með sykurmassakrauti sem var gert úr sílikonmótum og tókst þeim vel til með mótin.  Útkoman voru virkilega smart kökur sem myndu sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hér má sjá mikið úrval sílikonmóta.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér sykurmassaskreytingar nánar ættu að skella sér á skreytingarnámskeið sem við höldum í Hagkaupum. Hægt að senda á netfangið: mommur@mommur.is
Hvernig líst ykkur svo á kökurnar?

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts