Skoða

Kökuárið 2012

Gleðilegt nýtt ár kæru notendur. Megi nýja árið verða ykkur kökuríkt og færa ykkur nýja strauma inn í líf ykkar.

Nú er  kökuárið 2012 á enda og því tilvalið að renna yfir farinn veg og rifja upp það sem stendur upp úr.

Árið flaug hjá enda höfðum við mömmurnar í ýmsu að snúast, allt svo spennandi og skemmtilegt.

Við erum að tala um allar köku- uppskrifta- og skreytingahugmyndirnar sem fóru inn á mömmur.is, hugmyndir sem við gerðum fyrir tímarit eins og Vikuna og Hús og Hýbíli, Snjónvarpsþættir á Siggalund.is og námskeið í Hagkaup. Þetta allt hélt okkur vel við efnið og milli þessarra anna gáfum við góð ráð og þjónustuðum kökuskreytingaráhugafólk í vefverslun okkar.

Squires Kitchen kökuskreytingarupplifun

Heimsókn okkar til Kökuskreytingarfyrirtækisins Squires Kitchen er minnistæð, hittum þar fullt af kökuskreytingarfólki svo ég tala nú ekki um einkaboð sem við fórum í ásamt stofnendum og starfsmönnum fyrirtækisins. Kynntumst þar frábæru fólki.  Námskeiðin sem við sóttum þann tíma sem við vorum utan reyndust okkur vel og lærðum við sitthvað nýtt í skreytingarheiminum.  Yndislegt, ekki satt, svo gaman að eiga svona minningar.

Á myndinni hér til visnstri er ég   fyrir utan Squires Kitchen búðina. Til hægri er mamma í biðröð fyrir utan kökusýninguna. Þarna voru sko trylltir kökuskreytar að bíða í ofvæni að komast inn.

Hér erum við á fígúrunámskeiði, frábær kennari og skemmtilegir námskeiðsgestir.

Hér er ég ásamt Peggy Porschen en hún er frægur kökuskreytir, fórum á námskeið hjá henni þar sem hún galdraði fram fallega sykurmassakökur sem var einmitt að finna í þessari nýju bók sem hún heldur á, bókin er nýlega komin út.

Hugmyndir fyrir Vikuna

Á árinu gerðum við fullt af hugmyndum fyrir Tímaritið Vikuna, alltaf jafn gaman að prófa sig áfram og spreyta sig á uppskrftum fyrir lesendur þessa frábæra blaðs.

Sjónvarpsþættir á Siggalund.is

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni Siggu Lund. Yndisleg í alla staði.  Ekki má gleyma honum Ella sem sá um upptökur þáttanna. Við sameinuðum krafta okkar um mitt árið og úr varð að ég var með vikulega þætti á heimasíðunni hennar Siggu Lund.  Þáttagerðin gekk vel og skemmtum við okkur vel yfir tökunum. Útkoman voru skemmtilegir þættir.  Við gerð þessara þátta öðlaðist ég nýja reynslu sem ég verð ætíð þakklát fyrir. Við kveðjum Siggulund með þakklæti en við höldum nýjar brautir í þessum efnum á nýju ári.

 Námskeiðshald

Við hjá mömmur.is höldum hin ýmsu námskeið; sykurmassa, skreytingarnámskeið, bollakökunámskeið og kökupinnanámskeið.  Árið 2012 héldum við þónokkur námskeið sem heppnuðust með eindæmum vel. Flest námskeiðanna héldum við í Hagkaup.  Námskeiðin vekja alltaf jafn mikla lukku og fara námskeiðsgestir glaðir heim með afrakstur námskeiðsins.

Frábær aðstaða í Hagkaup Holtagörðum, alltaf svo gaman að halda námskeiðin.

Námskeiðsgestir fengust við ýmislegt á árin og fóru glaðir heim með afraksturinn.

Kökuhugmyndir ársins 2012

Það voru þónokkrar kökurnar sem við gerðum á árinu, þessar voru hvað vinsælastar:

Saumavélakakan sem við gerðum í apríl varð vinsælasta færsla ársins. Vinnan við saumavélakökuna tók um 15 klukkutíma. Það má segja að hún hafi verið mest krefjandi kaka árins hjá okkur mömmunum. Hér má sjá færsluna

Karen frænka mín fermdins í vor og gerðum við þessa fallegu fiðluköku fyrir hana.

Badmintonspaðinn vinsæli, frábært fyrir fólk sem spilar þessa skemmtilegu íþrótt.

Hér má sjá myndband með þessari köku, margir höfðu gaman að því 🙂

Ein okkar, Tinna Ósk, eignaðist barn á árinu. Þessi skírnarterta var gerð í tilefni þess. Kakan var með þeim vinsælustu á árinu.

Fólk er alltaf hrifið að nýjungum, hér er kransakakan komin í nýjan búning. Spreyjuð með preluspreyi og skreytt með sykurmassa.

Kökupinnar og bollakökur eru alltaf jafn vinsælar.

Nýtt ár

Nú er nýtt ár í vændum sem færir okkur ný tækifæri og möguleika. Það má með sanni segja að spennandi  og skemmtilegir hlutir séu í vændum. Nánar um það síðar.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts