Skoða

Skoppa og Skrítla

Það er nú ekki leiðinlegt að halda Skoppu og Skrítlu afmæli. Litríkar og skemmtilegar fígúrurnar prýða kökuna og smartart bollakökur eru skreyttar með stöfum til að gefa kökunni enn meira líf.

Blómalöguð kaka er þakin gulum sykurmassa. Það er hægt að gera blómaköku með þessum frábæru bökunarmótum hér

Skoppa og Skrítla

Laufblað er skorið út með sykurmassaskera. Mér finnst best að nota þessar tvær gerðir hér en einnig má nota pítsaskera. Kosturinn við fígerðari skera er að það er auðveldara að gera sérhæfðari skur.

Skoppa og Skrítla

Kakan er síðan skreytt með blómum, í þetta skiptið notaði ég sílikonmót til að gera falleg blóm en með sílikonmótum verða blómin svo falleg. Blómin eru fest með sykurmassalími.  Að lokum eru fígúrurnar búnar til.

Skoppa og Skrítla

Það er erfitt að gera fígúrurnar nákvæmlega eins og persónurnar sjálfar en gott er að hafa mynd af Skoppu og Skrítlu fyrir framan sig og búa fígúrurnar til eftir þeim. Notaður er litaður sykurmassi, sílikonmót til að gera andlitið og matartússpennar eða matarlitamálningu til að lita andlit og línur. Hér kemur sterkt sykurmasaslím að góðum notum sem og góð áhöld. Andlitið er búið til með tilbúnum lituðu Gum paste en það er best að gera fígúrur úr þannig massa þar sem hann harðnar fyrr en venjulegur sykurmassi.

Skoppa og Skrítla

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts