Það er nú oft þannig að brauðréttir hitta í mark í veislum. Fólk elskar þegar það fær að gæða sér á brauðmeti samhliða sætindunum.
Hér er ein uppskrift sem koma vel út, um að gera að prófa og leyfa öðrum að njóta með sér.
Uppskrift:
1 brauð
1/2 dós sveppasmurostur
1/2 dós pizzusmurostur
1/2 dós skinkumyrja
1/2 piparostur
1/2 líter matreiðslurjomi
1 pakki skinka
1 askja sveppir
1 stk rauð paprika
1oo g frosið brokkolí
Ofan á:
Rifinn ostur
Paprikuflögur
Aðferð:
Rjóminn settur í pott og smurostarnir settir út í ásamt smátt skornum piparosti. Þetta er hitað við vægan hita þar til ostarnir eru bráðnaðir. Hrært í reglulega.
Sveppir skornir niður og steiktir í smá smjöri. Paprika og skinka skorin í litla bita og sett saman við og hitað örlitla stund.
Þetta er sett saman við ostablönduna ásamt brokkkolíinu. Skorpan tekin af brauðinu og brauðið skorið í litla bita. Sett í eldfast mót.
Ostablandan sett yfir og hún hrærð vel saman við brauðið. Rifinn ostur settur yfir. Bakað í ofni við 180°C í c.a. 30 mín eða þar til osturinn er farin að taka smá lit.
Þá er paprikuflögunum dreift yfir ostinn og hitað í nokkrar mínútur.