Brauðréttir hafa lengi notið vinsælda í veislum landsins. Fólki finnst ljúft að geta fengið sér brauðmeti á móti sætum veitingum. Brauðrétturinn hefur því náð langt inn í þjóðarsálina og þykir nú ómissandi í veisluna.
Þessi brauðréttur byggir á gamalli og góðri uppskrift sem ég notaði lengi vel. Aðeins búið að “poppa” upp á hann.
Brauðið er hægt að skera svolítið áður, setja í poka og geyma í frystinum þar til þeir eru notaðir. Sniðugt fyrir stórar veislur þar sem mikið þarf að undirbúa.
Finnst alltaf koma svo vel út að steikja grænmetið og skinkuna upp úr örlitlu af smjör. Smjörið gerir bara allt svo miklu betra.