Marengsterta
Created by mömmur.is on April 14, 2017
Hér er á ferðinni litrík og skemmtilega útfærð marengsterta. Hún er auðveldari en þú heldur í vinnslu…
Ingredients
2 marengsbotnar
- 8 stk eggjahvítur
- 400 g sykur
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- 1/2 l þeyttur rjómi
- 4 stk lítil epli - brytjuð í litla bita
- 100 g karamellusúkkulaði - brytjað í litla bita
- 3 stk kókósbollur
Fylling:
Instructions
Marengsbotnar
- Eggjahvíturnar eru þeyttar vel. Sykrinum blandað saman við í nokkrum skömmtum. Þegar blandan er orðin stífþeytt er lyftiduftinu blandað saman við. Marengsblandan er sett í nokkrar skálar, matarlitur settur í hverja skál og hrært varlega. Marengsblöndurnar fara allar í sinn hvorn sprautupokann með mismunandi sprautustútum. Hringur er teiknaður á bökurnarpappír og marengsblöndunum sprautað á hringinn þar til búið er að þekja svæðið. Marengsinn er bakaður á blæstri ið 1 1/2 klst við 130°C hita.
Fylling
- Rjóminn er þeyttur og settur í skál. Eplin og súkkulaðið er brytjað og blandað varlega saman við rjómann. Fyllingin er sett yfir marengsbotninn og kókósbollurnar settar yfir. Að lokum er efri marengsbotninn settur yfir.