Skoða

Vefverslun mömmur.is 1 árs

Við erum stoltar að segja ykkur að vefverslunin okkar er  1 árs í dag

Eftir langan undirbúning og nokkra ára vinnu í kringum þróun heimasíðu okkar Mömmur.is sem átti að þjóna öllum þeim sem hafa áhuga á kökuskreytingum og efni tengdu því fannst okkur tímabært að stofna fyrirtæki og vefverslun sem þjónaði sama hópi fólks. Úr varð að við stofnuðum vefverslun.mommur.is en hún er búin að þjóna fjölmörgum kökuskreytingaráhugafólki í 1 ár.

Við höfum lagt okkur fram við að bjóða upp á fróðlega, hraða og góða þjónustu þar sem leitast er við að sinna þörfum viðskiptavinarins.  Fólk leitar til okkar úr ýmsum áttum og  útaf mismunandi ástæðum. Það er alltaf gaman að því.

Við erum þakklátar þeim sem hafa haldið tryggð við okkur, hvatt okkur áfram og verslað af okkur. Það er von okkar að verslunin muni vaxa og dafna og festa sig í sessi hjá landanum.
Vöruúrvalið og áherslurnar hafa breyst á þessu eina ári en við höfum leitast við að bjóða upp á fjölbreyttar og nýtískulegar kökuskreytingarvörur sem þykja vinsælar á hverjum tíma fyrir sig.

Í tilefni af afmælinu verður 10% afsláttur af öllum vörum í versluninni ásamt fullt af afmælistilboðum.  Afslátturinn og tilboðin gilda í eina viku.

Við hvetjum ykkur til að notfæra ykkur þetta!

Bestu kveðjur, Hjördís Dögg, Petrún Berglind og Tinna Ósk eigendur og starfsmenn  Mömmur.is.

Stafamót

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts