Skoða

Vefverslun.mommur.is 2ja ára

Fyrir rúmlega tveimur árum sátu þrjár mömmur og skipulögðu opnun nýrrar vefverslunar. Spenningur og mikil tilhlökkun ríkti yfir opnuninni þar sem vitað var fyrir víst að þetta var fyrsta kökuskreytingarvefverslun á Íslandi.

Já, það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir rúmlega tveimur árum var aðeins til lítið úrval kökuskreytingarvara, nokkrir litir af glematarlitum, lítið úrval kökuskreytingaráhalda og svo mætti lengi telja, Með tilkomu vefverslun.mommur.is  breyttist þetta mikið.

Það er mikill gleðidagur hjá okkur í Mömmur.is  í dag þar sem liðin eru 2 ár síðan vefverslun.mommur.is var formlega opnuð.

Tilgangur opnunarinnar var ljós frá upphafi en eftir nokkurra ára kökuskreytingaræðis okkar mæðgna þá fannst okkur tími til kominn að vörurnar sem við vorum að nota fengjust hér á landi.  Það fór því mikið og langt ferli í gang þangað til búðin var loksins opnuð.  Fyrir þann tíma höfðum við leikið okkur með kökuskreytingar, haldið námskeið og haldið úti þessu kökubloggi í nokkur ár.

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts