Litrík tortillaterta með grænmeti og dorítos
Uppskrift:
1 pakki orginal tortilla kökur (6 í pakka)
Fylling:
1 stór appelsínugul paprika
1 stór rauð paprika
1 stór gul paprika
10 cm blað laukur
1/2 stk rauðlaukur (lítill)
1 1/2 gúrka (miðjan tekin úr)
1 dós blaðlauks ídýfa
1 dós sýrður rjómi 18 %
1 1/2 dós salsasósa, mild
1 poki mozzarella ostur
1/2 poki dorítos
Aðferð:
Grænmetið saxað smátt og blandað saman í skál. Sýrður rjómi og blaðlaukur blandaður saman.
Samsetning:
Tortillakaka, salsaósu smurð yfir kökuna, blaðlauksblandan sett yfir, grænmeti og rifinn ostur. Þetta er endurtekið þar til síðasta kakan er sett á. Þar er sett afgang af blaðlausblöndunni og Doritos ofan á.
Myndirnar tala sínu máli 🙂
Er þetta svo sett í ofn og hitað ?? eða bara borðað svona ?
Þetta er borðað kalt, best að gera kökuna rétt áður (ca. 1 klst) en hún er borin fram . Hef ekki prófað að hita þetta í ofni en gæti trúað að það sé líka mjög gott.
Mjög flott en hvernig er svo borðað þetta?
Afar spennandi en èg fatta ekki hvernig best er ad borda ! tekur madur alltaf efstu og rûllar upp ?
Sælar, mér finnst best að skera þetta í sneiðar með beittum hnífi. Um að gera að prófa sig áfram og finna hvað manni finnst best.