Það kemur fyrir að mann vantar eitthvað fljótlegt og einfalt til að gera fyrir t.d. saumaklúbbinn.
Þessi skálaréttur er einmitt þannig!
Uppskrift:
1 marengsbotn (keyptur eða heimatilbúinn)
1/2 líter þeyttur rjómi
1/2 dós sýrður rjómi
2 stk epli
1 tsk vanillusykur
Skraut ofan á:
Karamellukúlur frá Nóa Síríus
Karamellusósa frá St. Dalfour
Aðferð:
Marengsbotninn er mulinn í skálina, rjóminn þeyttur og eplum og sýrðum rjóma blanda saman við ásamt vanillusykrinum. Rétturinn er skreyttur með karamellusósu og karamellukúlum.