Peruæði (Þessi er góð =o) )
1 svampbotn: (uppskriftin er fyrir eina kringlótta ef þið ætlið að hafa eina ofnskúffu þá þarf að tvöfalda)
4 egg
125 gr sykur
125 gr, hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 1/2 msk vatn
Aðferð:
Stífþeytið egg og sykur og blandið sigtuðu hveiti saman við. Lyftidufti og vatni bætt saman við. Bakið við 170 – 180 c í miðjum ofni í 10-20 mínútur
1 marengsbotn (þessi botn er fyrir kringlótta köku en ef þið ætlið að gera ofnskúffu þá þarf að tvöfalda uppskriftina)
4 eggjahvítur
200 gr sykur
¼ tsk lyftiduft (má sleppa)
Aðferð:
Sífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum smátt og smátt út í, t.d. 1 msk í einu. Bakið í 1 1/2 -2 tíma við 130c.
1/2 dós perur
Krem:
100 gr brætt konsum suðusúkkulaði
1/2 l. rjómi, þeyttur
3 eggjarauður
2 msk sykur
Aðferð: Þeytið saman eggjarauður og sykur. Bætið síðan súkkulaðinu rólega saman við. Að lokum er megnið af rjómanum settur saman við.
Setjið perurnar ofan á svampbotninn og bleytið í með safanum. Smyrjið þunnu lagi af þeyttum rjóma yfir og því næst hluta af kreminu. Setjið marengsbotninn ofan á og þekið hann með því sem eftir er af kreminu. Geymið kökuna í ísskáp til næsta dags. Skreytið þá með rjóma og t.d. súkkulaðihnöppum.