Skoða

Kókósbollumarengs

IMG_5681

Elska auðvelda “skála” rétti.  Þegar ég var yngri og að byrja að fikra mig áfram í bakstrinum þá var þetta  réttur svipaður þessum sem ég gerði oftast.

Auðveldur og hitti alltaf í mark.

Uppskrift: 

Marengstoppar – hægt að kaupa þá tilbúna út úr búð (bleikir og hvítir)

Einnig hægt að gera þá sjálfur eða nota marengsmulning

1/2 líter rjómi

2-3 kókósbollur

1-2 epli brytjuð smátt

Karamellukúlur eftir smekk

Aðferð: 

  1. Rjóminn er þeyttur,  marengstopparnir settir í botninn á eldföstumóti (nokkrir doppar geymdir til að setja efst).
  2. Eplin brytjuð og helmingurinn settur saman við rjómann.
  3. Rjóminn settur yfir marengstoppana.
  4. Kókósbollurnar rifnar í sundur og settar reglulega í réttinn í réttinn.
  5. Restin af brytjuðu eplunum sáldrað  yfir.
  6. Marengstopparnir sem voru geymdir eru síðan settir ofan á rjómann.
  7. Karamellukúlunum sáldrað yfir.

 

IMG_5662

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts