Þessi er rosaleg…. Sumarleg og himnesk á bragðið!
Nóa Kropp með appelsínubragði er nýkomið á markað, því miður í takmörkuðu magni, svo ef þú ætlar að gera þessa tertu þá er eins gott að flýta sér.
Tertan er skreytt með mótunar súkkulaði með appelsínubragði frá Squires Kitchen. Fiðrildin eru búin til með þrýstimótum.
Uppskriftin fyrir 2 botna
Nóa Kropp appelsínumarengs
4 eggjahvítur
210 g flórsykur
1 tsk lyftiduft
150 g Appelsínu Nóa Kroppi
60 g Síríus appelsínusúkkulaði, rifið
Aðferð:
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, flórsykri blandað varlega saman við og þeytt vel saman. Lyftiduft, nóa kropp og rifið súkkulaði hrært varlega saman við með sleif. Sett á bökunarpappír, tveir botnar. Bakað við 125 gráður við blástur í 1 klst og 45 mínútur. Botnarnir látnir kólna í ofninum.
Fylling:
300 ml. þeyttur rjómi
Skeyting:
Mótunarsúkkulaði er flatt út, skorið með fiðirldaþrýstimótum.
Hvar fær maður svona súkkulaði til að móta?
Sælar, þetta fæst í vefverslun.mommur.is http://vefverslun.mommur.is/details/m%C3%B3tunar-s%C3%BAkkula%C3%B0i-me%C3%B0-appels%C3%ADnubrag%C3%B0i-2-x-125-g
Ég er því miður ekki með blástursofn, en hvað ætti ég þá að baka botnana á miklum hita? 🙂
Þú bakar þá við yfir og undirhita, 135 gráður