Þessi kaka er hreinn unaður. Cheeriosbotninn gerir mikið ásamt rjómajarðarberjafyllingunni.
Kakan er samsett úr cheeriosbotni, rjómafyllingu og merengsbotni.
Uppskrift:
Cheeriosbotn:
100 g smjör
300 g rjómasúkkulaði
200 g síróp
150 g cheerios
150 g karamellukurl
Aðferð:
Smjör, súkkulaði og síróp brætt saman í potti. Passa að hafa ekki of háan hita svo blandan brenni ekki við og muna að hræra í af og til allan tímann. Cheerios sett út í blönduna og karamellukurlið sett saman við þegar búið er að kæla blönduna smá stund. Sett í hringlaga mót og kælt.
Marengsbotn:
4 eggjahvítur
220 g sykur
1 tsk lyftiduft
Matarlitur
Aðferð:
Eggjahvíturnar eru þeyttar, sykrinum blandað saman við. Blandan þarf að vera stífþeytt. Lyftidufti er blandað saman við í lokinn og hrært saman við.
Hringur er teiknaður á bökunarpappír. Sprautupoki gerður klár með 1m stjörnustúti. Gulur og rauður matarlitur er penslað í pokann – rákir gerðar. Marengsblanda er síðan sett í pokann og henni sprautað á bökunarpappírinn.
Marengsinn er bakaður við 130° C hita í ca. 1 1/2 klst.
Rjómablandan:
1/2 l rjómi – þeyttur
10 jarðarber – skorin í litla bita.
1 poki Cadbury súkkulaði egg – söxuð í litla bita
Aðferð:
Rjóminn er þeyttur og jarðarberin og súkkulaðieggin blandað saman við.
Cheeriosbotninn er settur á disk, rjómafyllingin á milli og marengsbotninn settur ofna á.