Pavlova hittir alltaf í mark. Silkimjúk og gómsæt terta sem bráðnar upp í manni.
Uppskrift:
6 eggjahvítur
300 g sykur
1 msk kartöflumjöl
1 tsk edik
1 tsk lyftiduft
Fylling:
1/2 líter rjómi – þeyttur
100 g mjólkursúkkulaði
Ofan á:
Kíwí
Jarðarber
Karamellusúkkulaði
Aðferð:
1. Eggjahvítur þeyttar þar til þær eru orðnar ljósar. Sykrinum bætt smám saman útí. Þeytt vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Kartöflumjöli, ediki og lyftidufti er blandað saman við varlega.
2. Sett á plötu klædda bökunarpappír. Bakað í 1 og 1/2 klst við 13o gráða hita.
3. Rjómi þeyttur og brytjuðu mjólkursúkkulaði blandað saman við. Sett ofan á botninn.
4. Kakan skreytt með ávöxtum og karamellusúkkulaði.