Nú eru námskeiðin að hefjast að nýju eftir smá hlé. Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem eru að undirbúa fermingarveisluna sem og alla þá sem hafa áhuga á að læra eitthvað nýtt.
Næstu námskeið verða haldin í Grundaskóla Akranesi og verða sem hér segir:
Sykurmassanámskeið:
Við hjá mömmur.is bjóðum upp á fróðlegt og skemmtilegt sykurmassanámskeið þar sem kennd er grunntæknin við sykurmassagerð og skreytingar.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu áhöld sem notuð eru, sýnt hvernig sykurmassinn er búinn til úr sykurpúðum og hvernig best er að setja hann yfir köku og skreyta.
Námskeiðið stendur yfir í ca. 3,5- 4 klst
Næstu námskeið eru haldin:
Fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 18:00-21:00
Sunnudaginn 5. febrúar frá kl. 10:00-13:00
Sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 10:00-13:00
Verð 7900 kr
Bollakökunámskeið:
Skemmtilegt og fræðandi námskeið þar sem þú lærir að skreyta bollakökur með smjörkremi og sykurmassa.
Farið er yfir grunnatriði í bollakökugerð og skreytingum.
Námskeiðsgestir hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali áhalda og hráefna til að skreyta bollakökur.
Hver og einn fær að skreyta 6 bollakökur og taka með sér heim.
Námskeiðið er 2,5 klst
Námskeiðsgjald 6900 krónur
Næsta námskeið: Fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 18:00-20:00
Kökupinnanámskeið: Lærir tækinina við að gera kökupinna. Hver og einn gerir sína kökupinna skreytir þá og tekur með sér heim.
Næsta námskeið:
Miðvikudaginn 8. febrúar frá kl. 18:00-20:30
Verð 6900 kr
Við bjóðum upp á:
-
Kökupinnanámskeið en það er nýjasta æðið í kökubransanum
-
Byrjendanámskeið í sykurmassagerð
-
Sýnikennslu í sykurmassagerð
-
Skreytingarnámskeið
-
Kynningar fyrir hópa, saumaklúbba og fyrirtæki
verðið þig með ehv námskeið á næstunni? 🙂 langar rosalega til að læra þetta
Við verðum með skipulögð námskeið í haust fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Hópar ca. 10 manns eða fleir geta pantað námskeið hjá okkur og við fundið út dagsetningu. Endilega fylgjast með námskeiðin verða auglýst.
Hvenær er næsta sykurmassanámskeið hjá ykkur?
Við byrjum líklega með námskeiðin í september, veit ekki nákvæma dagsetningu. Hópar geta alltaf haft samband og við höldum á þeim tíma sem hentar ykkur.
hvenær er næsta námskeið hjá ykkur ?
Næsta námskeið verður 9. október frá kl. 17:30-20:00 í Hagkaup Smáralind. Þetta er Kökupinnanámskmeið.
Verðum einnig með skreytingarnámskeið þar sem við leikum okkur með sílikonmót og litunarefni. Það verður 18.október.
Námskeiðin kosta 6900 krónur, hægt að skrá sig hjá mommur@mommur.is
Langar svo á sykurmassanámskeið, hvenar verður næst námskeið…
Erum ekki búnar að festa nein námskeið. Býst við að þau byrji fljótlega í febrúar. Munum auglýsa þau vel fljótlega. Ef þú nærð í hóp getum við haldið námskeið fyrir hann.
ég er til. hvað þarf marga í hóp?
Ef þú nærð í 8 væri það mjög fínt. Endilega hafðu samband í gegnum netfangið hjordis@mommur.is
Hæhæ
Langar svooo mikið að læra að gera svona sykurmassa en kemst bara fimmtudaginn 2.febrúar, er það möguleiki? Og hvernig skrái ég mig?
eru einhver námskeið á næstunni?