Skoða

Gíraffa rúlluterta

Ákvað að prófa að gera munstur á rúllutertu eftir að hafa sé þannig á netinu um daginn. Kakan heppnaðist bara ágætlega og var kakan tekin með til yndislegu vinnufélaga minna í skólanum sem ég kenni í. Við gerum okkur dagamun með því að hafa góðgæti á boðstólum annan hvern miðvikudag.

Uppskrift:

Dökkur Botn
4 eggjarauður
15g sykur
40g olía
60g mjólk
1 tsk  vanilludropar
70g Hveiti
10g Kakó (bíddu með að setja kakó útí þar til búið er að taka 2-4 msk frá fyrir hvíta munsturdeigið)

Aðferð:

Eggjarauður,  sykur, olíu, mjólk og vanilludropar þeytt vel saman. Hveiti blandað saman við.  Á þessu stigi þarf að taka frá 2-4 msk af þessu deigi til að nota síðar.Kakói blandað saman við og hrært vel.

Á þessu stigi er brúnadeigið sett til hliðar og hvítadeigið gert klárt til að sprauta munstrinu.

Hvítur botn

2 tsk deig (hér að ofan)
1 tsk hveiti
2 tsk sykur
20g eggjahvíta

Aðferð:

Eggjahvíta og sykur þeytt vel saman. Hveitinu ásamt hvíta deiginu blandað saman við. Deigið er sett í sprautupoka og munstur sprautað á smjörpappír.  Bakað í ca. 1 mínútur við 180 gráða hita.  Tekið út og hellið brúna deiginu yfir. Bakað í ca. 14-15 mínútur.  Látið kólna í ca. 30 mínútur áður en fyllingin er sett á milli. Nauðsynlegt að kælla í 1 klst áður en hún er borin fram.  Mjög gott að setja ávaxtasafa á botninn áður en fyllingin kemur ofan á.  Kakan er rúlluð upp með smjörpappír.

Bakið í

Hægt að hafa þá fyllingu sem er í uppáhaldi.

Ég ákvað að prófa að nota hindberjamús, kom vel út en þó nauðsynlegt að bleyta botninn með t.d. ávaxtasafa áður en fyllingin er sett yfir.

Uppskrift:

1/2 líter rjómi

1 pk hindberjamús fæst hjá mömmur.is

Hindberjamúsaduftið er sett saman við 100 ml af heitu vatni, hrært vel og síðan hellt saman við rjómann.

Hér má sjá kaffihlaðborð þessa miðvikudags, ekki slæmt það og yndislega samstarfsfólk mitt. Þetta eru auðvitað bara snillingar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts