Skoða

Doritos kjúklingasalat

Girnilegt ekki satt?

Uppskriftina af þessu dásamlega kjúklingasalati fékk ég fyrir mörgum árum hjá samstarfsfélaga mínum í Grindavík.  Hef ég gert það marg oft síðan og þykir það alltaf jafn gott.

Uppskrift:

Steiktir kjúklingabitar í strimlum

Barbeque hunangssósa

Rauð paprika

3 tómatar, taka kjarnan úr

Gúrka

Klettasalat (keypt blandað í pokum)

Icebergsalat eða lambahagssalat

3 msk olía frá dós af Fetaosti með sólþurkuðum tómötum

Doritos

Ristaðar furuhnetur

Salthnetur (má sleppa)

Aðferð:

Kjúklingastrimlarnir steiktir. Barbequesósunni blandað saman við og hituð með. Salatið gert klárt. Klettasalatið sett í skál, tómatar og gúrka skorið í fallega bita. Furuhneturnar ristaðar á pönnu og síðan  settar saman við. Fetaostaolíunni blandað saman við og að lokum Doritosflögum sáldra gróft yfir.

2 comments
  1. Þetta er rosalega girnilegt en hvað ertu með margar bringur í einni uppskrift og hvað er ein uppskrift að duga fyrir marga ef þú ert með þetta sem aðalrétt?

  2. Ég nota yfirleitt 1 pakka af bringum en þetta er þannig uppskrift að hver og einn þarf að ákveða hvað hann vill hafa mikið af hverjum. Þessi uppskrift hefur dugað vel fyrir ca. 4-5, líklega misjafnt hvað fólk borðar mikið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts