Skoða

Karamellu eplakaka

IMG_1557a

Gómsæt karamellu eplakaka er dásamleg á góðum degi.

Uppskrift:

330 g sykur
180 g rjómaostur
125 g smjör við stofuhita
1 tsk vanilludropar
2 stk egg
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
3 – 4 epli
40 g sykur
1/2 tsk kanill

Aðferð:
1. Epli skorin í bita og 40 g sykur og kanill blandað saman og eplunum velt upp úr kanilsykrinum.
2. Smjör, rjómaostur og sykur og vanilludropar hrært vel saman.
3. Eggjum bætt út í einu í einu og hrært vel.
4. Hveiti og lyftidufti bætt varlega út í.
5. Eplin sett saman við deigið og blandað vel saman.
6. Deigið er sett í vel smurt c.a 24 cm form og bakað við 175°C í 40 – 50 mín. Gott að stinga prjóni í kökuna til að gá hvort hún sé bökuð.
7. Karmellan er sett yfir kökuna hvort sem hún er köld eða heit. Góð hvort sem er og borinn framm með rjóma eða ís.

Karamella

125 g smjör
250 g púðursykur
65 ml mjólk

Aðferð:
Allt sett í pott og látið bráðna saman og soðið í 3 – 5 mín. Hellt yfir kökuna.

 

eplakaka2

IMG_1544

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts