Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi og skemmtileg þegar kemur að veislum. Um daginn þegar ég átti leið framhjá Krispy Kreme rak ég augun í spjald með mynd af fallegum kleinuhringjastandi.
Ég kannaði málið og kom í ljós að ef pantaðir eru 72 kleinuhringir eða fleiri þá er hægt að fá lánaðan kökustand með. Það er náttúrulega algjör snilld á veisluborðið.
Kleinuhringir eru frábær kostur í veisluna – bar það undir fermingardrenginn og þá varð það ákveðið.
Við ætlum að vera með nokkrar tegundir af kökum og síðan kleinuhringina.
Úrvalið er frábær en það er hægt að finna kleinuhringi fyrir alla.
Það góða við að hafa kleinuhringi í veislunni er að þeir henta fólki á öllum aldri.
Ég hlakka til að sjá stemninguna í kringum kleinuhringina í veislunni og veit að krakkarnir eiga eftir að geisla af gleði yfir herlegheitunum.
Ef þig/ykkur langar til að hafa kleinuhringi í veislunni er hægt að hafa samband við Krispy Kreme á netfangið: fyrirspurn@krispykreme.is.
Hér má sjá hvernig kleinuhringirnir komu út í veislunni hjá stráknum mínum. Þeir nutu mikilla vinsælda og ruku út. Mér fannst líka æði að geta fengið kökustandinn með. Setti mikinn svip á borðið.
Kleinurhringirnir komu virkilega vel út í veislunni en borðið sem við höfuðum nammibarinn varð fyrir valinu.
*færslan er unnin í samstarfi við Krispy Kreme á Íslandi.