Skoða

Ólympíukaka

 

Ólympíuafmæli er eitt af því skemmtilega sem við höfum undirbúið.  Það þurfti köku í stíl og var þessi kaka hönnuð í tilefni þess.

Grunnurinn að kökunni er í raun einföld þó skrautið og þó aðallega fígúrurnar séu aðeins flóknari í gerð.

Hráefni:

Súkkulaðikaka

Smjörkrem

Sykurmassi

Fígúrumassi

Matartússpenni

Snjókornaduft

Áhöld sem voru notuð

Sykurmassamotta

Kökukefli

Hringjamót

Andlitssílikonmót

Vinnuplatti

 

 

Sykurmassi er búinn til, setti extra hvítan gelmatarlit til gera hann hvítari

 

 

 

Hringirnir eru búnir til með hringjamótum úr tilbúnum fígúrumassa.

 

 

 

Verðnaunasætið er gert með því að skera hvítan sykurmassa þannig að úr verði þessi lögum. Þetta er síðan hjúpað með sykurmassa.

Tölustafirnir eru gerðir með skrautskriftarmótum.

Verðlaunapeningarnir eru gerðir með  hvítum gum paste sem er skorinn með hringjamóti.

Litlu Ólympíuhringirnir og tölustafirnir eru gerðir með litlum tappa.

Brons, silfur og gulláferð fæst með perluduftum í sömu litum.

Mér finnst ótrúlega gaman að gera fígúrur þar sem þær reyna á aðra færni en þegar maður gerir hefðbundna köku.

Um að gera að æfa sig og prófa eitthvað nýtt, engin fígúra þarf að vera nákvæmlega eins.

Fígúrumassinn sem kemur tilbúinn í 200 g pokum hentar sérstaklega vel til að gera fígúrur.  Hann fæst í flestum litum.

 

 

 

 

 

 

Related Posts