Skoða

Vatnsdeigsbollur sem klikka ekki

Vatnsdeigsbolluuppskrift sem hefur virkað vel og koma þær alltaf svo flottar út úr ofninum.

Uppskrift fyrir ca. 20 bollur

160 g smjör
4 dl vatn
1/2 tsk salt
200 g hveiti
4 stk stór egg – eða um 230 g af eggjum
Aðferð:
1. Bræddu smjör að mestu í potti við miðlungshita.
2. Settu vatn saman við smjörið og hitaðu að suðu. 
3. Blandaðu hveiti og salti saman við og hrærðu vel. Slökktu á
hellunni og haltu áfram að hræra þar til deigið hefur blandast vel saman og 4. farið að losna frá brúnum pottsins.
5. Settu þá deigið í hrærivélaskál og hrærðu deigið á miðlungs hraða þar til hitinn er farinn úr því. 
6. Settu eitt og eitt egg saman við deigið og hrærðu vel á milli.
7. Settu deigið í sprautupoka eða notaðu matskeið til að móta bollur á bökunarpappír. Hægt að leika sér með lögunina og gera hring eða bollur. 
8. Bakaðu bollurnar við 190°C hita blástur  í ca. 30 mínútur. Passið að opna ekki ofninn á meðan. 

Eina sem þarf í uppskrftina er vatn, smjör, hveiti, salt og egg
Byrjað er á því að hita smjör og síðan er vatninu bætt saman við. Blandan er hituð að suðu. Mjög mikilvægt að hún sjóði.
Hveitinu er hrært saman við vökvablönduna ásamt saltinu. Slökkt er á hitanum á hellunni. Hrært er í blöndunni þar til hún losnar frá brúnum.
Blandan er sett í hrærivélasál. Hrært þar til hitinn hefur farið úr blöndunni. Gott að finna utan á skálinni eða stoppa og koma við deigið. það á að vera volgt – eða allur hiti farinn úr.
Eggjunum er blandað einu og einu saman við. Hrært á milli.
Deigið á að vera glansandi og nokkuð stíft – á að haldast á spaðanum.
Það kemur vel út að nota matskeið þegar deigið er sett á bökunarpappírinn. Einnig hægt að nota sprautupoka með stórum sprautustút.
þegar sprautustútur er notaður koma bollurnar eins og myndin sýnir.
Related Posts