Flestir þekkja Lakkrístoppana góðu og gera þannig kökur fyrir hver jól.
Fyrir skemstu kom á markaðinn Karamellukurl frá Nóa Síríus og hefur eflaust mörgum dottið í hug að skipta út Lakkrískurlinu og sett Karamellukurl í staðinn.
(myndin er fengin af vef Nóa Síríus http://noi.is)
Ég ákvað að prófa og kom þetta bara nokkuð vel út. Það sem þarf að passa er að baka kökurnar ekki á of háum hita en kurlið verður hart ef kökurnar eru bakaðar of skart.
Uppskrift fyrir 80 stk.
3 stk eggjahvítur
100 g Dan Sukker púðursykur
100 g Dan Sukker sykur
200 g Karamellukurl frá Nóa Síríus
100 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði, gróf saxað
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvítur, blandið síðan sykrinum saman við og þeytið vel. Karamellukurl og rjómasúkkulaði er bætt varlega út í og hrært saman við með sleikju. Sett á bökunarplötu með teskeið eða smákökuskeið. Bakað við 170° C í 16-18 mínútur. Kælt áður en tekið er af plötunni.
ég setti ca 3 dl af rice crispies í þetta og þær eru gordjös
ég notaði ljósann púðursykur og rjómasúkkulaði m/hrískúlum
algjör killer