Marengs er það skemmtilegasta og besta sem ég geri og þessi hún TROMPAR allt
Uppskrift:
8 eggjahvítur (við stofuhita)
400 g sykur
1 1/2 tsk lyftiduft
Rautt matarduft
Aðferð:
Eggjahvítur þeyttar, sykri bætt smám saman saman við og blandan stífþeytt. Lyftidufti ásamt matarlitadufti bætt út í og hrært varlega. Annar botninn er búinn til með því að sprauta blöndunni með sprautustútnum 1 M frá Wilton á bökunarpappír. Hinn botninn er venjulegur. Bakað við blástur við 130 gráða hita í 1 1/2 klst.
Fylling (þessi er svo fersk)
1/2 l þeyttur rjómi
1 poki TROMP (Nammi)
1 askja jarðarber (val hvers og eins hversu mikið)
1 dós niðursoðinn ananas ( í bitum, síðan skorið í mun minni bita)
Aðferð:
Þeyttur rjómi, jarðarberjum, ananas og trompbitum blandað saman við. Blandan er síðan sett ofan á botninn.
Súkkulaðirjómi ofan á:
Það er rosa gott að búa til súkkulaðirjóma sem síðan er hægt að setja yfir kökuna.
2 stk Marssúkkulaði
60 g 56 % Nóa Síríus súkkulaði
Rjómi þar til blandan er orðin þykk
Aðferð:
Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Rjóma blandað saman við þar til súkkulaðið verður hæfilega þykkt.
Gengur þetta bara þegar maður notar matarlitaduft í maregnsblönduna eða getur maður notað matarlitina?
glæsilegt hjá ykkur Nína
Má ekki sétja bara matarlit út í marensið
Ég hef prófað að setja matarlit bara beint út í eggjahvíturnar þegar ég byrja að hræra þær og það virkar bara fínt! 🙂
ég prófaði að setja gel matarlit frá wilton og hann varð doltið bara svona kremaður að utan en bleikur inn í, ég veit samt ekki hvort það er ofninn minn, matarliturinn, eða bara að ég hafi ekki sett nógu mikinn matarlit 🙂
Veistu hvernig gengur að frysta þetta með rjómanum og jafnvel súkkulaði kreminu? Er aðallega að spá í því útaf ávöxtunum!!