Skoða

Brúðarterta

Nýtískulega og falleg brúðarterta sem myndi sóma sér vel í hvaða brúðkaupi sem er. Vel hægt að breyta litnum á munstrinu í stíl við litina í brúðkaupinu.

Kakan er búin til úr 2 stórum og þykkum hringjamótum og 2 litlum og þykkum hringjamótum. Hver hringur er skorinn í tvennt og smjörkrem sett á milli. Kökuunum er raðað saman í tvær kökur, eina stóra og eina litla. Kökurnar eru smurðar að utan með smjörkremi. Hvítur sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Gott er að skreyta kökurnar í sinnhvoru lagi en þegar kökurnar eru settar saman er gott að nota kökusúlur til að festa þær með, grillpinnar duga líka. Kakan er skreytt með svörtum sykurmassa sem er skorinn í alls kyns form. Það er hægt að gera munstrið á hvaða hátt sem er en ágætt er að byrja á ákveðnum grunni og vinna út frá því. Blómastilkarnir eru góðir sem grunnur. Mótuð eru hringir og blóm með sykurmassamótum. Lengjan í kringum kökuna er búin til með sykurmassabyssu.

Skref fyrir skref:

3 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts