Skoða

Geggjuð marengsterta

IMG_3864

Það hittir alltaf í mark að reiða fram gómsæta marengstertu. Það er eitthvað við marengsinn sem er svo…

  • Prep Time: 30h
  • Cook Time: 1h 30m
  • Total Time: 2h
  • Serves: 10

Ingredients

Marengsbotnar

  • 8 stk eggjahvítur
  • 400 g sykur
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • Matarlitur

Fylling

  • 1/2 l rjómi - þeyttur
  • 2 epli - brytjuð
  • 150 g Toblerone

Instructions

Aðferð:

  1. Eggjahvíturnar eru þeyttar. Sykrinum blandað saman við smám saman þar til allt er stífþeytt. Lyftiduftinu er blandað varlega saman við í lokinn. Matarlit er penslað í sprautupokann, marengsblandan er sett í pokann. Hringur er teiknaður á smjörpappír, hringnum er skipt í 4 hluta til að finna miðjuna. Byrjað er að sprauta marengsnum í miðjunni og síðan farið hring eftir hring þar til búið er að fylla hringinn sem var teiknaður. Annar botninn þarf aðeins að vera með munstrinu í ysta hringnum, miðjan má sprauta eða gera að vild þar sem hann sést ekki. Botnarnir eru bakaði í 1 1/2 klst við 120 °C hita. Látnir bíða í ofninum yfir nótt ef það er hægt.
  2. Eplin eru brytjuð sem og toblerone-ið. Þessu blandað varlega saman við þeytta rjómann. Rjómafyllingin er sett ofan á neðri botinn og hinn settur yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts