Skoða

Blómaskreytingarsett

Það er draumur þeirra sem hafa unun af kökuskreytingum að eiga réttu áhöldin en þau geta mörg hver hjálpað til við að fullkomna sköpunarverkið.

Ég var að fá í hendurnar þetta glæsilega blómaskreytingarsett  frá Wilton en það inniheldur 24 fjölbreytt form til að skera út blóm, laufblöð og munstur.  Settinu fylgir einnig bók sem útskýrir með sýnikennslu hvernig á að nota mótin sem eru í settinu og blómaformari fyrir Calla lily blóm.. Fyrir þá sem eiga ekki samskonar mót þá geta þau svo sannarlega  opnað  möguleika á nýjungum í kökuskreytingum

Ég var orðlaus af hrifningu þegar ég opnaði settið, vissi jú að það inniheldi áhugaverða hluti en vá, settið er glæsilegt.

Mótin í settinu eru ekki bara fallega og úr hágæða plasti heldur eru þau einstaklega þægileg í allri notkun. Það er gaman að búa yfir nokkrum tegundum af formum,  plastskera, þrýstimót og sílikonmótum sem gera fallegt munstur í blómin. Alltaf gaman að þróa sig með ný áhöld.

Hér má sjá allt settið!

Þrýstimótin eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, auðvelda manni að losa munstrið úr og síðan kemur oftar en ekki fallegt munstur í formið sem skorið er út.

Æðisleg Daisymót. Heillandi blómamunstur sem mér finnst koma vel á kökum sem og bollakökum. Gaman að geta skorið blómin út í mismunandi litum og sett saman. Toppa síðan skreytinguna með því að festa sykurperlu í miðjuna.

Rósarmót, blóma og laufblaða mót eru alltaf gagnleg og mikið notuð í hinum ýmsu kökuskreytingum.

Frábær hugmynda og leiðbeiningabók fylgir með.  Skref fyrir skef leiðbeiningar. 

7 comments
 1. Takk fyrir þetta Ugla! mér finnst alltaf svo heillandi að heyra þegar krakkar á þínum aldri eru að fikra sig áfram. Sum okkar áhalda hafa verið til í Hagkaup á Akureyri. Annars er mesta úrvalið á http://vefverslun.mommur.is/category/products/category_id/162

  Ef maður er byrjandi er fínt að byrja á fáum áhöldum, sykurmassamottu, kökukefli (kannski áttu heima) og pítsaskera eða sykuramssaskera. Ef maður er farinn að skreyta þá er gott að eiga blómaskera og fiðrildamót en það eru vinsælustu mótin. BÆði hægt að fá í silikon og sem mót.

  Endilega sendu okkur ef eitthvað er óljóst!

  kv. Hjördís Dögg

 2. Hæ ég er að verða 14 ára og er mikið að gera sykumasipan. Ég bý á vopnafirði er að læra ímislegt hjá ikur og lika á yotube. Er hæt að kaupa á vesluni sem þið eru með og senda það þá mindi ég baupa blóma form og firilda formlika mataliti. kokurnar hjá ikkur eru mjog flotar 😉

 3. Hæ þegar maður er búvin að nota einu sini sykumasipan er þá best að sita í plastpoka og svo í ískáp. En kvað getur maður geimt það leingi eða maður atla að geima það leingrier þá hæt að sita það í fristir eða skemir það kanski bara 🙂

 4. Sælar hólmfríður, það er best að setja hann í plastpoka og síðan í ísskáp (geymist þar í 1 mánuð) eða frysti (geymist þar í 6 mánuði) Þegar þú tekur sykurmassann út þá þarf að hita hann örlítið í örbylgjuofni, nokkrar sek.

  Gangi þér vel.

 5. já þá get ég skelt mer að búva til sikumasa
  kveðja hólmfriður

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts