Skoða

Gleðilega páska

Yndislegar gular makrónur með súkkulaðiperlukurli frá Nóa Síríus.

LOVE IT

Uppskriftin er einföld:

1 Makrónumix (fæst hjá mömmur.is)

50 ml heitt vatn (um 50 gráður)

Gulur gel matarlitur

Súkkulaðiperlur frá Nóa síríus

Aðferð:

Vatnið hitað og síðan blandað saman við Makrónumixið, þeytt með handþeytara í ca. 4 mínútur. Gelmatarlitnum blandað saman við og blöndunni síðan sprautað á bökurmottu eða pappír.  Bakað í 17 minútur við ca. 160 gráða hita.

Krem:

120 g súkkulaði t.d. 56% Nóa Síríus

1/2 bolli rjómi

2 msk smjör

Aðferð:  Allt sett í pott og hrært vel í á meðan.  Látið kóla í kæli í ca. 30 mínútur.

Alltaf gott að vera með réttu áhöldin.  Makrónumotta, rúnaður stútur og sprautupoki er málið.

Fínt að nota hitamæli til að vera með rétt hitastig á vatninu.

Blandan og vatnið hrært í 4 mínútur, liturinn settur saman við.

Magnús vinur stráksins míns langaði svo að smakka eina, auðvitað fékk hana það og fengu makrónurnar góða dóma hjá honum. Um að gera að prófa.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts