Skoða

Leikir í afmæli

Það má segja að veislan skiptist í fimm hluta:

 1. Afmælisbarnið tekur á móti gestum (15 mínútur).
 2. Leikstöðvar (30 mínútur).
 3. Veitingar bornar fram og afmælissöngurinn sunginn (40 mínútur).
 4. Afmælisgjafir og leikstund (15-30 mínútur).
 5. Gestirnir yfirgefa afmælið (15 mínútur).

Leikstöðvar
Gestirnir mæta spenntir í veisluna og vita stundum ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Til að minnka lætin getur reynst vel að vera búinn að skipuleggja nokkrar leikstöðvar.
Leikstöðvar henta yngri afmælisgestum sérstaklega vel en eru þó hugsaðar sem góð afþreying fyrir alla. Betra er að skipuleggja færri en fleiri  stöðvar í einu. Þrjár til fjórar mismunandi stöðvar ættu að duga.
Leikstöðvarnar auðvelda afmælishaldaranum verkið því þarna hafa gestirnir nóg að gera áður en veitingarnar eru bornar fram. Afmælishaldarinn getur þannig einbeitt sér af veitingunum.
Leikstöðvarnar þurfa helst að vera á sitt hvorum staðnum. Hægt er að hafa tvær stöðvar í herbergi. Börnin eiga að geta farið á milli og dundað sér. Ekki á að takmarka fjölda heldur eiga stöðvarnar að vera þannig hugsaðar að margir geti gert það sama í einu. Hafið stöðvarnar einfaldar þannig að gestirnir þurfi sem minnsta aðstoð.
Nokkrar hugmyndir af leikstöðvum:

 1. Dótakassi.
 2. Litir og litabækur eða útprentuð blöð af netinu.
 3. Leir.
 4. Teiknimynd.
 5. Furðuföt.
 6. Skæri og lím. Hægt að nýta gömul tímarit sem hægt er að klippa niður.
 7. Málningarstöð. Yfir sumartímann er hægt að strengja pappírsrúllu á grindverk eða húsvegg og hafa liti og málningu hjá.
 8. Perlur.
 9. Púsluspil.
 10. Bækur til að skoða eða lesa.
 11. Legokubbar.
 12. Borðspil.

Þegar gestirnir eru búnir að dunda sér á stöðvunum í ca. 30 mínútur er tímabært að bera fram veitingarnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts