Í myndbandinu er farið yfir helstu atriði sem skipta máli til að búa til sykurmassa á einfaldan og fljótlegan hátt. Það er von okkar að sýnikennslan nýtist sem flestum.
Haribo sykurmassauppskrift mömmur.is
175 g Haribo sykurpúðar (1 poki)
475 g Dan Sukker flórsykur
2-2,5 msk kalt vatn
50 g palmífeiti eða kókósolía
Hægt er að skoða framhaldsnámskeið í sykurmassameðhöndlun en þar er farið yfir hvernig sykurmassinn er flattur út og settur yfir köku.
Hvernig fær maður svartan sykurmassa? hvernig matalit setur maður útí???
Það getur verið erfitt að fá sykurmassa, getur þurft 1 dós í 500 kg af sykurmassa. Paste eða gel matarlitir virka best: http://vefverslun.mommur.is/details/qfc-svartur-matarlitur-20-g
Það er einnig hægt að kaupa tilbúinn mótunarmassa: http://vefverslun.mommur.is/details/f%C3%ADg%C3%BAru-m%C3%B3tunarmassi-200-g-svartur
Gangi þér vel!
Hvar sér maður aðferðafræðina við að búa til sykurmassann? Það eru 2 ár frá því að ég gerði þetta í fyrsta og eina skiptið og ég er búin að steingleyma aðferðinni… Það er vísað í myndband í textanum ykkar hér fyrir ofan ég ég get bara ekki séð að þetta sé aðgengilegt einhverstaðar 🙂
Kv.
Ella María
Sælar, hér er eitt af tveimur myndböndum sem við höfum gert: http://www.youtube.com/watch?v=PrhFo_tXgKE
er einhvað námskeið áður en 2 des ? og ef svo er hvenær er næsta namskeið ?
Hanna, ef þú nærð í hóp ca. 10 manns þá væri hægt að skoða að halda námskeið en annars erum við ekki með opin námskeið fyrir þennan tíma. Hægt að hafa samband við okkur í gegnum mommur@mommur.is
mjög flott hjá ykkur.