Skoða

Sykurmassareynsla

Mörgum finnst ógnvekjandi tilhugsun að búa til sykurmassa í fyrsta skipti, hvað þá að skreyta með honum.

Þegar ég gerði sykurmassa í fyrsta skipti var ég búin að hugsa mig töluvert um áður en ég lagði í að gera hann sjálf. Ég get þó ekki sagt að ég hafi verið stressuð, meiri tilhlökkun yfir því að sjá útkomuna og prófa eitthvað nýtt. Ég gleymi ekki klístrinu sem fylgdi herlegheitunum en að lokum tókst mér einhvern vegin að hnoða bræddu sykurpúðunum og flórsykrinum saman í kúlu. Ég var ótrúlega stolt að hafa náð þessu og hlakkaði mikið til að skreyta með honum.
Ég var búin að kynna mér vel og vandlega alla þá þætti sem skiptu máli varðandi geymslu og aðra notkun og vissi að ég gat geymt sykurmassann í poka í íssákpnum í nokkrar vikur.

Skreytingin gekk vel en ég man að áferðin á massanum var frekar þurr og massinn átti það til að slitna. Gíraffi var fyrsta sykurmassaverkið mitt en það var í Örkin hans Nóa þema sem ég gerði fyrir 2ja ára son minn.

Með aukinni þjálfun kynntist ég öllum þeim  brögðum sem þarf að beita til að fá  sykurmassann til að líta sem best út á kökunni. Ég veit núna að sykurmassategundin,  palmínfeitin og áhöldin sem ég nota skipta sköpum í ferlinu.
Ég veit að það eru margir þarna úti sem langar mikið til að prófa en þora ekki. Hvernig væri að prófa og sjá hvernig gengurt. Ég get sagt ykkur að  þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Að búa til, vinna og skreyta með sykurmassa er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bónusinn er síðan að geta borðið fram eigin köku í veislunni.

 

16 comments
 1. ég hef gert nokkrar kökur og þær hafa heppnast bara ágætlega;) en æfingin skapar meistarann;)

 2. Fyrsta tilraunin mín í sykurmassa var þegar ég gerði afmælisköku fyrir 1árs afmæli dóttur minnar og ég rúllaði því upp. Var voðalega ánægð með leiðbeiningarnar á mömmur.is og gerði svo jólatréskökuna sem þið voruð með í vikunni. Fyrsta almennilega klúðrið varð þegar ég reyndi að nota matarolíu í staðinn fyrir Palmínið, þá fór þetta alveg til fjandans. En bara halda áfram að reyna og þá gengur þetta upp!

 3. Ég hef gert allskonar myndakökur gegnum árin fyrir afmæli frænd – barna og minna en hef ekki gert sykurmassa fyrr en í vor. viðfangsefnið var Strympa og hún heppnaðist alveg ótrúlega vel og vakti mikla lukku í veislunni.

 4. ég er búin að gera 3 svona sykurmassa kökur 2 skírnar sem heppnuðust mjög vel og ein sem heppnaðist ekki eins vel, ég ætlaði að æfa mig aðeins í að skreyta gera blóm og þess háttar en það var ekki til haribo sykurpúðar í búðinni og ég vil meina það að það skipti máli því þetta tognaði og rifnaði til “píp” og ég hef heyrt þetta hjá fleirrum 🙂 hafið þið lent í þessu?? að prufa aðra tegund af sykurpúðum??

 5. Komdu sæl

  Við höfum prófað nokkrar tegundir af sykurpúðum sem reyndurst okkur misvel. Haribo stóð upp úr hvað varðar gæði, bragð og meðhöndlun. Þegar við notum Haribo þá slitnar massinn ekki eins og hann gerði með öðrum tegundum.

 6. Ég er búin að reyna við sykurmassann tvisvar með misgóðum árangri. Klístrið var alveg ógurlegt í bæði skiptin og mér gekk illa að fletja út í fyrra skiptið þannig að massinn varð þykkur og þurr og frekar grófur. Í seinna skiptið gekk aðeins betur, meiri gljái var á massanum og mér gekk ágætlega að fletja hann út. Hann varð samt ekki fallegur, mjög ósléttur…áferðin var eiginlega bara eins og ég hefði smurt smjörkremi á kökuna 🙁 Einhverjar tillögur frá ykkur meisturunum um hvernig ég næ þessum slétta og gljáandi massa? Og að lokum, takk fyrir frábæra síðu 😀

 7. Þetta kemur allt með æfingunni.

  Haribo sykurpúðar hjálpa mikið til að við að gera fallegan sykurmassan en fleira þarf að hafa í huga.

  Til að massinn verði ekki ójafn þarf að passa upp á að sykurmassinn sé ekki of blautur og ekki of þurr. Ef hann er of blautur þá nær maður ekki fallegri sléttri áferð. Þá þarf að bæta við meiri flórsykri.

  Það sem okkur finnst síðan galdurinn við fallegan sykurmassa á köku er að fletja massann út á bökunarmottu (sílikon t.d.) sem er smurð með palmínfeiti. Fletja massann út með góðu kökukefli og setja hann á kökuna með mottunni.

  Til að fá gljáann þá er gott að vera duglegur að bera palmínfeiti á hendurnar þegar verið er að ljúka við að hnoða hann. Þannig kemur falleg áferð á massann.

  Vona að þessi ráð skili þér einhverju. Gangi þér vel 🙂

 8. Ég gerði svona massa fyrri ári síðan og það var alveg skelfilegt klístur, sama hvað ég notaði mikla palmín feiti ef ég gleymdi millimeter einhverstaðar fór allt í vitleysu og svo tókst mér á undraverðan hátt að koma þessu á kökuna með svona þolanlegum árangri. Þetta var samt svo skelfilegt að ég þori þessu varla fyrir næsta afmæli en langra afskaplega mikið til að prófa aftur. Hafið þið mömmur.is haldið námskeið í þessu?

 9. Eruð þið byrjaðar að auglýsa þessi námskeið? Væri til í að koma á námskeið hjá ykkur. Ég er búin að gera þrjár tertur. Þær voru allar mjög fínar en massinn var svolítið grófur hjá mér á kökunni ekki svona sléttur og fallegur. Samt fannst mér ég hnoða hann nóg.

 10. Ég verð að segja aftur af reynnslu minni. Eftir mikinn lestur um ráð og dáð og reynslu annara réðst í að geta massan aftur og það var allt annað og ekkert mál. Veit ekki hvað hefur farið svona svakalega ílla hjá mér síðast. Takk fyrir öll góðu ráðin og leiðbeiningarnar

 11. Ég var að gera minn fyrsta sykurmassa áðan og ég var ein. Er ennþá bara unglingur og hélt þetta færi allt í klessu hjá mér, en þetta gekk bara alveg ágætlega hjá mér, náði bara ekki alveg réttum lit, hann var flottur en varð smá grárri þegar hann þornaði. Svo setti ég bara ekki nóg af olíu á hendurnar þannig þetta festist við hendurnar á mér. Annars er ég bara nokkuð ánægð með minn árangur 🙂

 12. Jæja, ég prufaði að gera sykurmassa í fyrsta skipti um helgina. Þetta gekk bara alveg frábærlega, var rosalega ánægð með árangurinn. Gerði 2 kökur, eina superman köku og eina rjómatertu. Þetta kom mjög vel út og vakti mikla lukku í afmæli sonarins. Það eina sem ég fann að þessu var að mér fannst uppskriftin svolítið stór fyrir eina köku. En ég var náttúrlega að gera2 kökur og gerði þess vegna 2 uppskriftir, en ég á nóg eftir af massa til að skreyta alla vega 1 köku í viðbót.

 13. úff er að klepra á þessu! Gekk mjög vel að búa til massann í gærkvöldi en er núna ekki séns að fletja þetta út, er þreytt, sveitt, pirruð og fæ örugglega harðsperrur á morgun. og já sonur minn fær bara brúnan bíl en ekki bláan því massinn er að fara að fjúka í ruslið!
  Eruði með e-r ráð? er hann bara of þurr hjá mér??

 14. Afsakaðu hvað ég svara seint!!! Þegar þú notar massa sem búið að er að geyma í ísskáp er nauðsynlegt að hita hann aðeins upp í örbylgjuofninum, nokkrar sek (eftir því hvað hann er stór) Ef hann er enn of þurr er gott ráð að nota smá feiti á hendurnar eða setja vatn á hendurnar og hnoða hann aftur upp. Vona að þetta gangi!!

 15. Mér gengur ekki nógu vel að fá dökka og djúpa liti á sykurmassan. Ef ég reyni að gera t.d. rauðan verður hann aldrei meira en bleikur. Einhver ráð? Þarf maður að nota kakó ef maður ætlar að gera svartan sykurmassa?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts