Nauðsynslegt að fá sér marengstertu af og til og síðan eru þær algjört must í veisluna.
Uppskrift fyrir tvo botna, ofnskúffustærð:
8 stk eggjahvítur
400 g sykur
1 1/2 tsk lyftiduft
100 g ( 1 pakki) Nóa Síríus Karamellusúkkulaði
Aðferð:
Eggjahvíturnar eru þeyttar vel, sykrinum blandað saman við smám saman þar til blandan er orðin stífþeytt. Lyftiduftinu og súkkulaðinu blandað varlega saman við blönduna. Bakað í 1 1/2 klst, blástur við 130 gráða hita.
Fylling:
1/2 líter þeyttur rjómi1 askja jarðarber – skorin smátt
Jarðarberjasósa
Nokkur stykki af Karamellusúkkulaði – brytjað smátt
Aðferð:
Rjóminn er þeyttur, jarðarberin skorin smátt ásamt súkkulaðinu. Rjómafyllingin er sett yfir botninn, jarðarberjasósunni sprautað yfir. Efri botninn er síðan settur ofan á.
Fersk og yndisleg þessi
Þessi sósa er algjört æði – fæst í Hagkaup
Girnileg þessi og ætla að baka hana fyrir veislu um helgina. Tekurðu hana úr ofninum strax eða læturðu hana kólna í ofninum?
EN………..”nokkur stykki” karamellusúkkulaði í fyllingunni? Eru það nokkrir bitar eða nokkur súkkulaðistykki? 🙂
Takk fyrir upplýsingar……
kv. Ragnheiður T