Skoða

Pakkaleikur

Hver man ekki eftir pakkaleiknum þar sem gestirnir bíða spenntir eftir að fá að rífa utan af pakkanum?

Lýsing:
Fyrir afmælið útbýr afmælishaldarinn pakka sem pakkaður er inn í mörg lög af dagblöðum. Gestirnir setjast saman í hring. Þegar tónlistin fer í gang þá eiga þeir  að láta pakkann ganga á milli sín. Þegar tónlistin stoppar á sá sem heldur á pakkanum að opna pakkann þar til tónlistin er spiluð á ný. Sá sem opnar síðastur pakkann fær það sem er í pakkanum eða gefur öllum eitt (ef innihaldið er t.d. nammipoki).
Hægt er að útfæra þennan leik þannig að poki með fullt af skrýtnum fötum gengur á milli gestanna. Sá sem er með pokann þegar tónlistin stoppar þarf að klæða sig í föt sem hann dregur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts