Skoða

Banana-Rice Krispies

Uppskrift:

200 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði
50 g Rolo-molar
150 g síróp
75 g smjör
140 g Rice Krispies

Aðferð:

Rjómasúkkulaði, Rolo-molar, síróp og smjör sett í pott og brætt saman. Rice Krispies sett út í. Sett í form eða bollakökumót.

Fylling:
1/2 l þeyttur rjómi
1 stappaður banani
Marengsbotn mulinn
1/3 pk jarðaberjahlaup
1/2 askja jarðaber
2 stk kókosbollur

Aðferð:

Rice Krispies sett í mót. Rjóminn þeyttur og 1 stappaður banani settur saman við helminginn af rjómanum. Sett yfir Rice Krispiesbotninn. Marengsbotninn brotinn yfir bananarjómann.  1/3 pk. jarðarberjahlaup sett saman við hinn helminginn af rjómanum og sett yfir marengsbotninn. Skreytt með jarðarberjum og kókosbollum.

.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts